- Auglýsing -
- Auglýsing -

Snorri Steinn byrjar á tveimur leikjum gegn Færeyingum í Höllinni

HSÍ hefur lýst yfir áhuga á að halda HM karla í handknattleik að hluta til hér á landi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Fyrstu leikir íslenska landsliðsins í handknattleik karla með nýráðinn landsliðsþjálfara, Snorra Stein Guðjónsson, við stjórnvölin verða við Færeyinga í Laugardalshöll í byrjun nóvember. Þetta verða jafnframt fyrstu leikir A-landsliða grannþjóðanna í karlaflokki í rúm 18 ár.

Kærkomnir leikir

Leikirnir verða kærkomnir fyrir bæði landsliðin sem í nóvember verða að hefja undirbúning að því að stilla strengi sína fyrir Evrópumeistaramótið.

Færeyska landsliðið hefur tekið stórstígum framförum á síðustu árum og tryggði sér í vor sæti í lokakeppni EM í fyrsta sinn í sögunni og hefur innan sinna raða nokkra af efnilegri handknattleiksmönnum Evrópu. Má þar m.a. nefna Hákun West av Teigum, Elías Ellefsen á Skipagøtu sem verður liðsmaður THW Kiel í sumar, og frænda hans Óla Mittún. Hákun flytur til Füchse Berlin í sumar eftir að hafa gert það gott í Danmörku.

Vildi fá landsleiki sem fyrst

„Ég lagði á það mikla áherslu í samningum mínum við HSÍ að fá tvo landsleiki hingað heim strax í nóvember. Ég vil kynnast leikmönnum í leikjum og því umhverfi sem þeim fylgir. Við fáum viku saman og ætlum að nýta hana eins vel og hægt er,” sagði Snorri Steinn í samtali við handbolta.is fyrir helgina þegar ráðning hans var staðfest. Í göngum sem dreift var á fundinum kom fram að leikir við Færeyinga standa fyrir dyrum.

Allir bestu með

Reikna má með að sterkustu leikmenn Íslands og Færeyja taki þátt í leikjunum enda verða leikirnir í alþjóðlegri æfingaviku landsliða.

Tveir leikir í janúar fyrir EM

Eftir því sem handbolti.is kemst næst er stefnan sett á tvo vináttuleiki í Laugardalshöll í byrjun janúar á næsta ári áður en landsliðið heldur til þátttöku á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. Áður en landsliðið fór á HM í upphafi þessa árs var tvisvar leikið við þýska landsliðið í Þýskalandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -