- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Snorri Steinn kallar inn þrjá leikmenn vegna meiðsla – einn nýliði

Birgir Már Birgisson úr FH var kallaður inn í landsliðið í fyrsta sinn í dag. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -


Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik hefur orðið að gera þrjár breytingar á leikmannahópi Íslands sem mætir Bosníu í Laugardalshöll á miðvikudaginn kl. 19.30. Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen, Benedikt Gunnar Óskarsson, Kolstad, og Birgir Már Birgisson FH hafa verið kallaðir inn í hópinn. Sá síðastnefndi er nýliði í landsliðinu.

Vegna meiðsla urðu Aron Pálmarsson, Veszprém, Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach og Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad að draga sig út úr landsliðinu að þessu sinni.

Sem fyrr segir mætast landslið Íslands og Bosníu í Laugardalshöll á miðvikudaginn klukkan 19.30. Leikurinn er sá fyrsti í undankeppni EM 2026. Á föstudaginn heldur landsliðið út til Tbilisi í Georgíu og mætir landsliði Georgíu á sunnudaginn í sömu keppni.

Miðasala á Ísland – Bosnía.

Landsliðshópurinn kemur saman til fyrstu æfingar í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -