- Auglýsing -

Sóknarleikurinn var frábær – vorum í brasi með vörnina

- Auglýsing -


„Ég vil hrósa stelpunum fyrir mikla vinnusemi og baráttu í leiknum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U19 ára landsliðsins eftir fimm marka tap fyrir öflugu liði Svartfellinga, 36:31, í síðustu umferð riðlakeppni Evrópumótsins í Podgorica í dag.

„Leikurinn var erfiður, ekki síst í vörninni þar við vorum ekki nægilega vel með á nótunum, hvorki í 5/1 vörninni né 6/0 vörninni. Sama má segja um markvörsluna enda haldast þessi atriði oftast nær í hendur Fyrir vikið fengum við fá hraðaupphlaup. Segja má að við höfum verið í brasi á þessum hluta leikvallarins, því miður,“ sagði Ágúst Þór sem var aftur á móti afar ánægður með uppstilltan sóknarleik íslenska liðsins.

Fimm marka tap fyrir Svartfellingum

„Sóknarleikurinn var frábær. Við opnuðum vörn Svartfellinga hvað eftir annað auk margra skota utan af leikvelli og fjölda færa úr hornunum og af línunni,“ sagði Ágúst Þór ennfremur.

Getum tekið margt með okkur

„Samantekið þá er ég mjög ánægður með sóknarleik liðsins að þessu sinni og viðhorfið hjá stelpunum. Þær gáfu allt í leikinn gegn vel mönnuðu liði Svartfellinga sem leika á heimavelli. Við getum tekið margt með okkur úr þessum leik inn í framhaldið.“

Næsti leikur á mánudag

Frídagur verður á mótinu á morgun áður en kemur að næsta lið mótsins sem verður milliriðlakeppni á mánudag og þriðjudag.


EM19-’25: Leikjadagskrá, riðlakeppni, úrslit og staðan

Fimm leikir eftir

„Það eru ennþá fimm leikir eftir á mótinu. Næst á dagskrá er að núllstilla okkur og huga að næsta fasa mótsins. Við verðum tilbúin í slaginn á mánudaginn, engin spurning,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfari U19 ára landsliðsins en með honum starfar Árni Stefán Guðjónsson.

Ennþá er að miklu að keppa á mótinu en sextán efstu liðin tryggja sér sæti á heimsmeistaramóti 20 ára landsliða að ári liðinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -