- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sömu lið og síðast sækjast eftir sæti í Evrópukeppni

ÍBV heldur áfram að gera það gott í Evrópubikarkeppninni. Mynd/Þóra Sif Kristinsdóttir
- Auglýsing -

Þrjú íslensk félagslið sækjast eftir þátttöku í Evrópubikarkeppninni í handknattleik á næsta keppnistímabili. Um er að ræða ÍBV, KA/Þór og Val eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands sem hefur milligöngu um skráningu liðanna hjá Handknattleikssambandi Evrópu.


Þetta eru sömu þrjú lið og tóku þátt í Evrópubikarkeppninni í kvennaflokki á síðasta keppnistímabili. Íslands- og deildarmeistarar Fram hafa ekki áhuga á að vera með fremur en undanfarin ár.


ÍBV náði lengst í Evrópubikarkeppni kvenna af íslensku liðunum á síðasta keppnistímabili. Eyjaliðið féll úr keppni í átta liða úrslitum eftir tvo leiki á útivelli gegn spænska liðinu Costa del Sol Málaga sem síðar lék til úrslita í keppninni í vor en beið lægri hlut.


Valur tapaði í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar fyrir ZRK Bekament Bukovicka Banka frá Serbíu í tveimur hörkuleikjum sem fram fóru ytra. Serbneska liðið komst í undanúrslit og tapaði fyrir andstæðingi ÍBV, Costa del Sol Málaga.


KA/Þór sló út KHF Istogu frá Kósovó í tveimur leikjum ytra í 1. umferð en féll naumlega úr leik að loknum tveimur jöfnum viðureignum við Visitelche.com Bm Elche frá Alicante í annarri umferð. Báðir leikir voru háðir í Alicante.


Vika líður til viðbótar áður en frestur til skráningar verður á enda í Evrópubikarkeppni karla og í undankeppni Evrópudeildarinnar.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -