- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sóttu tvö góð stig til Mannheim

Elliði Snær Viðarsson leikmaður Gummersbach. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Gummersbach sótti tvö góð stig til Mannheim í kvöld þegar liðið lagði Rhein-Neckar Löwen, 34:32, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Mjög öflugur leikkafli í síðari hálfleik lagði grunn að sigri liðsins en það náði um skeið sex marka forskoti, 27:21. Þrátt fyrir ákafar tilraunir þá tókst leikmönnum Rhein-Neckar Löwen ekki að minnka muninn í meira en tvö mörk skipti eftir skipti á lokakaflanum.


Rhein-Neckar Löwen vann óvæntan sigur á Flensburg á útivelli um síðustu helgi og því voru leikmenn til alls líklegir. Þeir byrjuðu betur en lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach-liðinu létu ekki hug falla, heldur sneru taflinu við.

Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach og var vikið af leikvelli í tvígang.

Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu.


Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -