Keppni hefst í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld með fjórum leikjum og sá fimmti í fyrstu umferð fer fram annað kvöld. Eins og áður þá kljást 12 lið næstu mánuði um deildarmeistaratitilinn og sæti á meðal átta efstu liðanna þegar upp verður staðið í vor. Átta efstu liðin fá tækifæri til þess að leika um Íslandsmeistaratitilinn eftir að deildarmeistarar hafa verið krýndir eftir 22. og síðustu umferð Olísdeildarinnar sem ráðgert er að fari fram mánudaginn 10. apríl á næsta ári.
Þótt ekki hafi vantað spár um gengi liðanna 12 Olísdeildinni á komandi keppnistímabili þá ákvað handbolti.is að bæta við niðurstöðu einnar spár. Leitað var til valkunnra áhugamanna um handknattleik.
Hér fyrir neðan er niðurstaða spá vina og velunnara handbolta.is um röð liðanna 12 í Olísdeildinni. Ennfremur er um leið tíundaðar helstu breytingar á leikmannhópum og þjálfaraskipti.
1. Valur
Komnir: Bergur Elí Rúnarsson frá FH, Aron Dagur Pálsson frá Elverum.
Farnir: Einar Þorsteinn Ólafsson til Fredericia, Þorgeir Bjarki Davíðsson til Gróttu, Jóel Bernburg til Gróttu að láni.
Þjálfari er Snorri Steinn Guðjónsson.
2. ÍBV
Komnir: Ísak Rafnsson frá FH, Janus Dam Djurhuus frá H71, Magnús Stefánsson þjálfari.
Farnir: Ásgeir Snær Vignisson til Helsingborg, Friðrik Hólm Jónsson til ÍR, Gauti Gunnarsson til KA, Björn Viðar Björnsson rifar seglin, Grímur Hergeirsson þjálfari.
Þjálfari er Erlingur Birgir Richardsson.
3. FH
Komnir: Jóhannes Berg Andrason frá Víkingi, Einar Bragi Aðalsteinsson frá HK, Axel Hreinn Hilmisson frá Fjölni, Arnar Steinn Arnarsson frá Víkingi.
Farnir: Bergur Elí Rúnarsson til Vals, Ísak Rafnsson til ÍBV, Gytis Smantauskas til Litáen, Svavar Ingi Sigmundsson rifar seglin, Ari Dignus Maríuson til Hauka.
Þjálfari er Sigursteinn Arndal.
4. Stjarnan
Komnir: Hergeir Grímsson frá Selfossi, Arnar Freyr Arnarsson frá KA, Jóhann Karl Reynisson tók fram skóna eftir hlé, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson frá Fjölni.
Farnir: Dagur Gautason til KA, Hafþór Már Vignisson til Empor Rostock, Sverrir Eyjólfsson tók við þjálfun Fjölnis.
Þjálfari er Patrekur Jóhannesson.
5. Haukar
Komnir: Andri Már Rúnarsson frá Stuttgart, Matas Pranckevicius frá Vilnius VHC Sviesa, Ágúst Ingi Óskarsson frá Neistanum, Ari Dignus Maríuson frá FH.
Farnir: Darri Aronsson til US Ivry, Halldór Ingi Jónasson til Víkings, Róbert Snær Örvarsson til ÍR. (Aron Rafn Eðvarðsson erfrá vegna höfuðmeiðsla. Framhaldið óvíst).
Þjálfari er Rúnar Sigtryggsson.
6. Afturelding
Komnir: Jovan Kukobat frá Víkingi, Ihor Kopyshynskyi frá Haukum, Pétur Júníusson frá Víkingi, Sveinn Aron Sveinsson frá Kórdrengjum, Stefán Árnason þjálfari.
Farnir: Andri Sigmarsson Scheving til Hauka, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha til HK, Sveinn Andri Sveinsson til Empor Rostock, Agnar Ingi Rúnarsson til Víkings.
Þjálfari er Gunnar Magnússon.
7. KA
Komnir: Dagur Gautason frá Stjörnunni, Gauti Gunnarsson frá KA, Guðlaugur Arnarsson þjálfari,
Farnir: Arnar Freyr Arnarsson til Stjörnunnar, Óðinn Þór Ríkharðsson til Kadetten Schaffhausen, Jón Heiðar Sigurðsson rifar seglin, Heimir Örn Árnason þjálfari sneri sér að bæjarmálum.
Þjálfari er Jónatan Þór Magnússon.
8. Selfoss
Komnir: Þórir Ólafsson, þjálfari.
Farnir: Alexander Már Egan til Fram, Hergeir Grímsson til Stjörnunnar, Tryggvi Þórisson til IK Sävehof, Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari til Holstebro, Sölvi Ólafsson rifar seglin.
Þjálfari er Þórir Ólafsson.
9. Fram
Komnir: Ívar Logi Styrmisson frá Gróttu, Ólafur Brim Stefánsson frá Gróttu, Alexander Már Egan frá Selfossi, Luka Vukicevic og Marko Coric, báðir frá Bregenz, Felix Már Kjartansson frá Neistanum.
Farnir: Vilhelm Poulsen til Lemvig-Thyborøn Håndbold, Rógvi Dal Christiansen til Roskilde Håndbold, Þorgrímur Smári Ólafsson rifar seglin.
Þjálfari er Einar Jónsson.
10. Grótta
Komnir: Elvar Otri Hjálmarsson frá Fjölni, Þorgeir Bjarki Davíðsson frá Val, Jóel Bernburg frá Val (að láni), Theis Koch Søndergård frá Aalborg, Sigurður Finnbogi Sæmundsson frá félagsliði á Kýpur, Róbert Gunnarsson þjálfari, Davíð Örn Hlöðversson þjálfari.
Farnir: Ívar Logi Styrmisson til Fram, Ólafur Brim Stefánsson til Fram, Igor Mrsulja til Víkings, Sveinn Brynjar Agnarsson til ÍR (var á láni), Arnar Daði Arnarsson þjálfari, Maksim Akbachev þjálfari, heldur áfram sem yfirþjálfari yngri flokka.
Þjálfari er Róbert Gunnarsson.
11. Hörður
Komnir: Emannuel Augusto Evangelista frá LPH Sorocaba, Victor Peinado Iturrino frá Benidorm, Noah Bardou frá US Ivry.
Farnir: Kenya Kasahara til Azoty Unia Tarnów.
Þjálfari er Carlos Martin Santos.
12. ÍR
Komnir: Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV, Sveinn Brynjar Agnarsson frá Gróttu (var í láni), Róbert Snær Örvarsson frá Haukum, Bjarni Fritzson þjálfari.
Farnir: Andri Heimir Friðriksson rifar seglin, Kristinn Björgúlfsson þjálfari, Kristján Orri Jóhannsson rifar seglin, Ólafur Atli Malmquist Hulduson rifar seglin.
Þjálfari er Bjarni Fritzson.