- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Spænska liðið er klárt í úrslitaleiki gegn Val eða MSK IUVENTA

Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Spænska liðið Conservas Orbe Zendal Bm Porrino leikur til úrslita við Val eða MSK IUVENTA Michalovce frá Slóvakíu í úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í maí.

Conservas Orbe Zendal Bm Porrino hafði betur gegn Hazena Kynzvart í tveimur leikjum í undanúrslitum, samanlagt 61:55.

Þeim síðari lauk í Cheb í Tékklandi í dag með þriggja marka sigri Conservas Orbe Zendal Bm, 30:27. Fyrri viðureigninni á Spáni lauk einnig með þriggja marka mun, 31:28.

Skammt frá Vigo

Conservas Orbe Zendal Bm er með bækistöðvar í bænum Porrinu skammt frá Vigo í suðvestur-Galisíu, rétt norður af landamærum Spánar og Portúgal. Liðið er í fjórða sæti spænsku 1. deildarinnar. Þess má geta að Málaga Costa del Sol sem Valur vann í 16-liða úrslitum í janúar er í öðru sæti deildarinnar.

Síðari leikur Vals á morgun

Valur og MSK IUVENTA Michalovce eigast við öðru sinni á Hlíðarenda á morgun klukkan 17.30. Valur tapaði fyrri viðureigninni með tveggja marka mun. Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals segir að með toppleik og miklum stuðningi eigi Valsliðið möguleika á að skjóta slóvakísku meisturunum ref fyrir rass og tryggja sér sæti í úrslitum Evrópukeppni fyrst íslenskra félagsliða í kvennaflokki.

Úrslitaleikirnir eru ráðgerðir 10. eða 11. maí og 17. og 18. maí.

Við þurfum fullt hús á Hlíðarenda og alvöru frammistöðu

Við getum og viljum vinna og komast úrslitaleikina

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -