ÍR, sem féll úr Olísdeild karla í vor endurheimtir sæti sitt í Olísdeildinni næsta vor gangi spá forráðamanna félaga í Grill 66-deild karla eftir. Spáin var birt í hádeginu á kynningafundi Íslandsmótsins í handknattleik sem fram fór á Grand hótel í dag. ÍR hafði nokkra yfirburði, hlaut 213 stig af 216 mögulegum.
Fjögur lið eru síðan í hnapp í öðru til fimmta sæti; Hörður, Þór, Fjölnir og Valur U en síðarnefnda á ekki möguleika á sæti í Olísdeild á næstu leiktíð. ÍR og Hörður fóru upp úr Grill 66-deildinni vorið 2022. Lítur út fyrir að slagurinn verði að einhverju leyti áfram þeirra á milli um efsta sæti Grill 66-deildarinnar.
Leikjadagskrá Grill 66-deilda.
Niðurstaðan úr spá úrslit Grill 66-deildar karla leiktíðina 2023/2024.
| Sæti: | Félag: | Stig: |
| 1. | ÍR | 213 |
| 2. | Hörður | 179 |
| 3. | Þór | 167 |
| 4. | Fjölnir | 158 |
| 5. | Valur U | 147 |
| 6. | Haukar U | 99 |
| 7. | KA U | 88 |
| 8. | HK U | 86 |
| 9. | Víkingur U | 51 |
| 10. | Fram U | 0* |
*Ástæðan fyrir því að Fram U fékk ekki stig er að liðið bættist við eftir að atkvæðaseðlum hafi verið skilað inn. Kórdrengir höfðu dregið sig úr keppni þegar atkvæðaseðlar fóru út.
Spáin: Valur ber höfuð og herðar yfir önnur lið
Spáin: Verður FH með yfirburði?
Spáin: Selfoss fer rakleitt upp aftur


