- Auglýsing -
- Auglýsing -

Staðfestur þriggja ára samningur Arnórs við Fredericia HK

Arnór Viðarsson flytur til Danmerkur í sumar. Mynd/IHF/Sasa Pahic Szabo / kolektiff
- Auglýsing -

Danska úrvalsdeildarliðið Fredericia HK staðfesti í morgun að Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson verður leikmaður liðsins frá og með næsta keppnistímabili. Hinn 22 ára leikmaður ÍBV hefur skrifað undir þriggja ára samning, segir í tilkynningu frá félaginu. Nokkuð er síðan að það spurðist út að Arnór gengi til liðs við Fredericia HK í sumar.

Arnór mun þar með leika undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar fyrrverandi landsliðsþjálfara og verða samherji Einars Þorsteins Ólafssonar landsliðsmanns.

Arnór, sem valinn var íþróttamaður ÍBV 2023, hefur verið í vaxandi hlutverki á síðustu árum hjá ÍBV, jafnt í vörn sem sókn en liðið varð Íslandsmeistari á síðasta vori og lék til úrslita í Poweradebikarnum á dögunum.

Arnór var einnig í U21 ár landsliðinu sem hafnaði í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu síðasta sumar. Hann er einnig bróðir Elliða Snæs Viðarssonar landsliðsmanns og leikmanns Gummersbach í Þýskalandi.

Í stórsókn

Fredericia HK hefur verið í stórsókn á öllum vígstöðvum undir stjórn Guðmundar Þórðar síðustu tvö ár. Fredericia HK hlaut bronsverðlaun í úrslitakeppni um danska meistaratitilinn á síðustu leiktíð, komst í undanúrslit bikarkeppninnar fyrr á þessu ári og situr í öðru sæti úrvalsdeildar þegar tvær umferðir eru eftir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -