- Auglýsing -
- Auglýsing -

Staðið í ströngu yfir sumarið

Talsverður hluti U20 ára landsliðsins á EM í sumar sem leið er í æfingahópi 21 árs landsliðsins. Mynd/Jónas Árnason
- Auglýsing -
  • Sumarið er tími yngri landsliðanna í handknattleik. Í mörg horn hefur verið að líta síðan í byrjun sumars fyrir þá sem fylgjast með framgangi þeirra. Ekki er allt búið ennþá. Segja má að hápunkturinn sé framundan. 
  • Á morgun hefur U18 ára landslið kvenna keppni á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Norður Makedóníu. Keppni stendur yfir til 10. ágúst. Þess má geta að Ísland er í fyrsta sinn með á HM í þessum aldursflokki kvenna.
  • Fimmtudaginn 4. ágúst verður flautað leiks á Evrópumóti 18 ára landsliða karla í Svartfjallalandi. Íslenska landsliðið verður með á mótinu sem lýkur 14. ágúst
  • Talsverð eftirvænting ríkir vegna þátttöku liðanna tveggja, alltént á ritstjórn handbolta.is.

  • Í dag leikur U17 ára landslið karla sinn næst síðasta leik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem stendur yfir í Slóvakíu. Síðasti leikurinn verður á morgun laugardag. Þá hefur íslenska liðið leikið fimm leiki á sex dögum. 
  • Í fyrri hluta júlí tók U20 ára landsliðið þátt í Evrópumótinu sem haldið var í Porto í Portúgal. Liðið hafnaði í 11. sæti eftir að hafa leikið sjö sinnum á tíu dögum. 
  • Í lok júní og í byrjun júlí var U16 ára landslið kvenna með á Opna Evrópumótinu í Partille í Gautaborg. Hafnaði liðið 13. sæti. 
  • Í ágúst verða æfingabúðir hjá U16 ára landsliði karla á Akureyri.
  • Í júní og júlí léku U16 og U18 ára landslið karla og kvenna vináttuleiki og voru þátttakendur í alþjóðlegum mótum til undirbúnings fyrir verkefni sumarsins. 
  • U20 ára landslið karla lék þrjá leiki á Opna Skandinavíumótinu áður en það lagði af stað á EM í Portúgal. 
  • Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands sagði í samtali við handbolta.is í sumar að útgerð yngri landsliðanna vorið og sumarið 2022 kostaði ekki undir 50 milljónum króna. Iðkendur safna fyrir um tveimur þriðju hlutum upphæðarinnar. 

  • Yfir 50 keppnislið barna og unglinga tóku þátt í Partille Cup handknattleiksmótinu í Svíþjóð í viku í byrjun júlí. 
  • Félagslið unglinga tóku þátt í æfinga- og keppnisferðum til Evrópulanda í júní. 
  • Vafalaust er þessi upptalning ekki tæmandi. 
  • Hver segir að það sé ekkert að gera í handknattleik yfir um sumarið?

    [email protected]
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -