- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Stjarnan náði í fyrsta stigið – ÍR í annað sæti og stórsigur hjá Val

- Auglýsing -

Stjarnan vann sitt fyrsta stig í Olísdeild kvenna í dag þegar viðureign liðsins við KA/Þór í Hekluhöllinni lauk með jafntefli, 22:22. Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar eftir að Patrekur Jóhannessson hætti þjálfun liðsins á fimmtudag. Hanna Guðrún Stefánsdóttir stýrði liðinu í dag en ekki hefur verið tilkynnt hvort hún taki við fyrir fullt og fast eða aðeins um stundarsakir.


Stjörnuliðið var eflaust farið að eygja fyrsta sigurinn á leiktíðinni þegar langt var komið fram í leikinn. Fimmtán mínútum fyrir leikslok var Stjarnan sjö mörkum yfir, 20:13. KA/Þórsliðið, sem leikið hefur vel á leiktíðinni, tókst hinsvegar að bíta frá sér og um leið fór skjálfti um leikmenn Stjörnunnar sem misstu niður forskotið. Litlu mátti muna að KA/Þór tryggði sér bæði stigin en síðasta sókn liðsins fór í handaskol.

ÍR-ingar sitja einar í öðru sæti Olísdeildar eftir sannfærandi sigur á Haukum í Skógarseli, 30:26. ÍR er tveimur stigum á eftir Val sem er í efsta sæti. Valur vann stórsigur á liði Selfoss, 45:21, á Hlíðarenda.

Sigur ÍR á Haukum var sanngjarn. ÍR-ingar voru með yfirhöndina nær allan leikinn. Minnstur var munurinn tvö mörk í síðari hálfleik.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Stjarnan – KA/Þór 22:22 (10:8).

Mörk Stjörnunnar: Natasja Hammer 6, Inga Maria Roysdottir 4, Aníta Björk Valgeirsdóttir 4/2, Vigdís Arna Hjartardóttir 3, Hanna Guðrún Hauksdóttir 2, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1, Rakel Dórothea Ágústsdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 14/1, 43,8% – Margrét Einarsdóttir 1, 25%.

Mörk KA/Þórs: Tinna Valgerður Gísladóttir 9/7, Trude Blestrud Hakonsen 4, Unnur Ómarsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 1, Kristín A. Jóhannsdóttir 1, Lydía Gunnþórsdóttir 1, Susanne Denise Pettersen 1.
Varin skot: Bernadett Leiner 7, 30,4% – Matea Lonac 5, 45,5%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

ÍR – Haukar 30:26 (16:11).

Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 9, Matthildur Lilja Jónsdóttir 8, Anna María Aðalsteinsdóttir 4, Katrín Tinna Jensdóttir 3, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 2, Vaka Líf Kristinsdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Sif Hallgrímsdóttir 10.

Mörk Hauka: Embla Steindórsdóttir 7, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 7, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 5, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 2, Aníta Eik Jónsdóttir 1, Ebba Guðríður Ægisdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 11.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Valur – Selfoss 45:21 (24:7).


Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 9/5, Elísa Elíasdóttir 8, Lilja Ágústsdóttir 5, Lovísa Thompson 4, Arna Karitas Eiríksdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 4, Laufey Helga Óskarsdóttir 3, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 2, Auður Ester Gestsdóttir 2, Guðrún Hekla Traustadóttir 2, Hildur Björnsdóttir 2.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 11, 39,3% – Oddný Mínervudóttir 2/1, 33,3%.

Mörk Selfoss: Hulda Hrönn Bragadóttir 5/1, Mia Kristin Syverud 4/2, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2, Sylvía Bjarnadóttir 2, Hulda Dís Þrastardóttir 2/2, Sara Dröfn Rikharðsdóttir 2, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Xiao Reykdal 6/1, 15,4% – Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 2, 14,3%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -