- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stjórnvöld styðja umsókn HSÍ að halda HM

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, ásamt Guðmundi B. Ólafssyni formanni HSÍ við undirritun yfirlýsingar. Mynd/Stjórnarráðið
- Auglýsing -

Stjórnvöld lýsa yfir stuðningi sínum við umsókn Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, um að halda heimsmeistaramótið í handbolta árið 2029 eða 2031 á Íslandi, í samstarfi handknattleikssamböndin í Danmörku og Noregi. Ríkissjóður leggur HSÍ til þrjár milljónir króna vegna umsóknarinnar.

Leikir á Íslandi færu fram í nýrri þjóðarhöll. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirrituðu yfirlýsingu þess efnis fyrir hönd stjórnvalda í Stjórnarráðshúsinu í dag.

Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið í samstarfi við handknattleikssambönd Danmerkur og Noregs að sækjast eftir því að heimsmeistaramót karla í handknattleik 2029 eða 2031 fari fram í löndunum þremur. Með yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til Alþjóðahandknattleikssambandsins (IHF) lýsa þau yfir stuðningi við verkefnið og að nýtt íþróttamannvirki fyrir viðburðinn verði risið fyrir 2029.

Ný þjóðarhöll er ein forsenda

Ný þjóðarhöll í innanhússíþróttum í Laugardalnum er forsenda þess að geta haldið alþjóðlega keppnisviðburði á borð við heimsmeistaramótið í handbolta á Íslandi. Ísland hefur einu sinni haldið heimsmeistaramót í handknattleik árið 1995 með góðum árangri. Kröfur til alþjóðakeppni eru aðrar og meiri nú en þá og tekur hönnun nýrrar þjóðarhallar mið af því.

Borgin styður einnig umsóknina

Fyrir helgina samþykkti borg­ar­ráð Reykja­vík­ur til­lögu Ein­ars Þor­steins­son­ar borg­ar­stjóra um að Reykja­vík­ur­borg styðji um­sókn Hand­knatt­leiks­sam­bands Íslands til Alþjóðahand­knatt­leiks­sam­bands­ins um að halda heims­meist­ara­mót í hand­bolta í nýrri þjóðar­höll í Laug­ar­dal 2029 eða 2031 með sér­stakri vilja­yf­ir­lýs­ingu.

Niðurstaða í apríl

Á vefsíðu norska handknattleikssambandsins segir að Alþjóða handknattleikssambandið taki afstöðu til umsókna um HM 2029 og 2031 á fundi í apríl. Sádi Arabía sækist einnig eftir að halda annað hvort mótið.

Tengdar fréttir:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -