- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stoltur yfir að hafa orðið meistari með þessu snillingum

Einar Bragi Aðalsteinsson hefur Íslandsbikarinn á loft í gærkvöld. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

„Ég er hrikalega stoltur yfir að hafa unnið titilinn með þessum snillingum í liðinu,“ sagði Einar Bragi Aðalsteinsson nýbakaður Íslandsmeistari með FH í samtali við handbolta.is í gær. Einar Bragi kveður FH-liðið í sumar eftir tveggja ára „þroskaferli“ eins og hann segir sjálfur. Næsti áfangastaður er sænska úrvalsdeildarliðið IFK Kristianstad að lokinni tveggja ára veru hjá Hafnarfjarðarliðinu.

„Ég hefði kannski mátt spila betur í úrslitakeppninni en ég var með ákveðið hlutverki í frábæru liði reyndi bara að gera mitt besta. Auðvitað vill maður alltaf gera meira. En þessir gæjar í liðinu, eldri leikmennirnir, eru svo miklar fyrirmyndir. Maður bara eltir þá á hverjum degi.

Ég er stoltur og þakklátur fyrir að vera hluti af þessu meistaraliði. FH er stærsta félag á Íslandi. Ég er ánægður með að hafa getað gert eitthvað fyrir alla þá sem standa á bak við FH og halda starfinu gangandi,“ sagði Einar Bragi Aðalsteinsson sem þar með var rokinn í gleðina með samherjum og stuðningsmönnum á gólfi íþróttahússins að Varmá í gærkvöld.

Eins og e.t.v. einhverjum handknattleiksáhugamönnum er í fersku minni þá lék Einar Bragi sína fyrstu A-landsleiki fyrr í þessum mánuði.

Fetaði í fótspor föður síns – mikill heiður að fá fyrsta tækifærið

Sjá einnig:

Draumendir á tímabilinu

Myndsyrpa: Meistarafögnuður FH-inga

FH er Íslandsmeistari – 17. Íslandsmeistaratitillinn í karlaflokki

Þessum titli fylgir meiri gæsahúð af því að þetta er FH

Reyndum allt til þess að koma böndum á Aron

Olísdeildir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -