- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Stórbrotinn sigur vængbrotinna Slóvena

- Auglýsing -

Slóvenía vann ótrúlegan sigur á Svartfjallalandi, 41:40, í fyrstu umferð D-riðils Evrópumóts karla í Unity Arena í Bærum í Noregi í kvöld. Aldrei hafa jafn mörg mörk, 81, verið skoruð í einum leik á EM.

Óheppnin hefur elt Slóvena á röndum undanfarnar vikur þar sem alls tíu leikmenn heltust úr lestinni vegna meiðsla áður en mótið hófst.

EM karla 2026 – úrslit, staðan og leiktímar


Þrátt fyrir það tókst Slóveníu að knýja fram eins marks sigur eftir sannkallaðan maraþonleik sem var hnífjafn allan tímann.

Staðan var jöfn, 37:37, þegar skammt var eftir. Slóvenía náði þá góðum kafla, komst í 39:37 og 41:39 og tryggði sér þannig sigurinn.

Nafnarnir Domen Makuc og Domen Novak voru markahæstir hjá Slóveníu með níu mörk og Blaz Janc bætti við átta mörkum.

Branko Vujovic var markahæstur í leiknum með 11 mörk fyrir Svartfjallaland. Nafni hans Milos Vujovic skoraði níu mörk.

Öruggt hjá Portúgal

Portúgal vann öruggan sigur á Rúmeníu, 40:34, í fyrstu umferð B-riðils í Jyske Bank Boxen í Herning í Danmörku.

Portúgal var átta mörkum yfir í hálfleik, 23:15. Eftirleikurinn reyndist nokkuð auðveldur í síðari hálfleik og vann Portúgal að lokum sex marka sigur.

Markahæstur hjá Portúgölum var ungstirnið Kiko Costa með níu mörk. Bróðir hans Martim Costa skoraði sjö mörk.

Markahæstur hjá Rúmeníu var Daniel Stanciuc með átta mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -