Íslandsmeistarar Vals koma á fullri ferð til leiks í meistarakeppni HSÍ á laugardaginn ef marka má stórsigur liðsins á Stjörnunni, 37:20, í æfingaleik í N1-höllinni í gær. Staðan var 16:11 fyrir Val að loknum fyrri hálfleik.
Ljóst virðist að Valsliðið er til alls líklegt miðað við þessi úrslit og að teknu tilliti til þess að Hafdís Renötudóttir, Thea Imani Sturludóttir, Lilja Ágústsdóttir, Elísa Elíasdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir komu ekkert við sögu í sigurleiknum á Stjörnunni.
Thea Imani og Lilja hafa ekkert leikið með Valsliðinu á undirbúningstímanum vegna meiðsla. Anton Rúnarsson þjálfari Vals segir reikna með að Hafdís, Elísa og Þórey Anna verði með í viðureigninni við Hauka í meistarakeppni HSÍ á laugardaginn klukkan 16 í N1-höllinni. Þá hefst keppnistímabilið í kvennaflokki handknattleiksins formlega með viðureign Íslands- og bikarmeistara síðasta keppnistímabils.
Mörk Vals: Ásdís Þóra Ágústsdóttir 5/4, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 5, Lovísa Thompson 4, Guðrún Hekla Traustadóttir 4, Sara Lind Fróðadóttir 3, Laufey Helga Óskarsdóttir 3/1, Auður Ester Gestsdóttir 3, Mariam Eradze 3, Ágústa Rún Jónasdóttir 2, Ásrún Inga Arnarsdóttir 2, Arna Karítas Eiríksdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Guðrún Ásta Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 13, Oddný Mínervudóttir 2.
Því miður hefur handbolti.is ekki upplýsingar um þær sem skoruðu fyrir Stjörnuna.