- Auglýsing -
- Auglýsing -

Strákarnir byrjuðu af krafti í Ungverjalandi

Piltarnir í Reykjavíkurúrvalinu sem taka þátt í Balaton-Cup. Mynd/Facebooksíða HKRR
- Auglýsing -

Reykjavíkurúrval drengja í handknattleik hóf í dag keppni af miklum krafti á Baltaton Cup mótinu í Ungverjalandi með því að vinna lið Celje Lasko frá Slóveníu, 25:18, eftir að staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 12:12.


Öflugur varnarleikur og mörk eftir hraðaupphlaup lögðu grunninn að sigri reykvísku piltanna í leiknum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu Handknattleiksráðs Reykjavíkur, HKRR, en það stendur að ferð hópsins.


Á morgun, þriðjudag, leikur reykvíska liðið tvisvar sinnum. Fyrst árla dags gegn ungverska liðinu Veszprém og síðdegis verður andstæðingurinn portúgalska liðið Porto.

Framarinn Marel Baldvinsson var valinn maður leiksins eftir viðureignina við Celje Lasko í dag. Mynd/Facebooksíða HKRR


Reykjavíkurúrvalið er skipað drengjum frá nokkrum félögum höfuðborgarinnar. Allir eru þeir fæddir 2006 og 2007.


Átta lið taka þátt í mótinu og er leikið í tveimur riðlum.


Mörkin skoruðu: Bernard Darkoh 6, Marel Baldvinsson 6, Markús Páll Ellertsson 6, Antoine Óskar Pantano 2, Nathan Asare 2, Alex Kári Þórhallsson 1, Bessi Teitsson 1, Dagur Leó Fannarsson 1.
Varin skot: Viðar Sigurjón Helgason 6, Jens Sigurðarson 2, Hannes Pétur Hauksson 1.


Reykavíkurúrval stúlkna er á móti í Ósló eins og handbolti.is sagði frá í morgun og lesa má um hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -