- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Strákarnir voru frábærir í síðari hálfleik

Sigursteinn Arndal þjálfari FH ræðir við sína menn í leiknum í kvöld. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


„Við töluðum um það saman í hálfleik að við ættum alla möguleika á að sækja þennan sigur og við einfaldlega gengum í verkið. Strákarnir voru frábærir í síðari hálfleik,“ sagði glaðbeittur þjálfari FH, Sigursteinn Arndal, þegar handbolti.is hitti hann að máli eftir sigur FH-inga á sænska meistaraliðinu IK Sävehof, 34:30, í Kaplakrika í kvöld í 3. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. FH-ingar voru þremur mörkum undir í hálfleik, 18:15, en sneru svo sannarlega við taflinu í síðari hálfleik og fengu til að mynda aðeins 12 mörk á sig.

Höfum séð þetta áður

„Varnarleikurinn var mjög góður og Danni frábær,“ bætti Sigursteinn við og sagði um frammistöðu Ásbjörns Friðrikssonar. „Við höfum séð þetta áður.“ Það eru orð að sönnu.

„Þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir í hálfleik þá var eitt og annað gott hjá okkur í fyrri hálfleik. Við vorum aðallega í basli með varnarleikinn, náðum sjaldan að brjóta á leikmönnum Sävehof, vorum til dæmis aðeins með fimm brotin fríköst. Þetta breyttist til batnaðar í síðari hálfleik,“ sagði Sigursteinn.

Alvörumenn svara fyrir sig

„Ég er stoltur af liðinu mínu, ekki síst í ljósi þess að undanfarnir dagar hafa verið erfiðir. En alvörumenn svara alltaf fyrir sig og stíga upp. Það hefur reynt á okkur,“ sagði Sigursteinn og átti þar ekki aðeins við um skyndilegt brotthvarf Arons Pálmarssonar heldur einnig heltist Jóhannes Berg Andrason úr lestinni eftir leikinn við Gróttu á síðasta föstudag. Hann fékk þungt högg á ristina og gat ekki tekið þátt í leiknum í kvöld. Var svo sannarlega skarð fyrir skildi.

Ásbjörn lék við hvern sinn fingur og leiddi FH-inga til fyrsta sigursins

Evrópudeild karla “24 – riðlakeppni 32-liða – 3. umferð, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -