- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Strengirnir stilltir fyrir HM með leikjum við Alfreð og lærisveina

Íslenska landsliðið mætir Þýskalandi í Bremen í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik stillir saman strengi sínu fyrir heimsmeistaramótið í janúar með tveimur vináttuleikjum við lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu áður en haldið verður til Kristianstad í Svíþjóð 10. janúar. Um verður að ræða fyrstu leiki þjóðanna eftir að Alfreð tók við þjálfun þýska landsliðsins snemma árs 2020. Síðast mættust landsliðin á HM 2019 í Köln og unnu Þjóðverjar með fimm marka mun, 24:19.


Leikirnir tveir í upphafi næsta árs verða í Bremen og Hannover 7. og 8. janúar og verða vitanlega einnig liður í undirbúningi þýska landsliðsins sem einnig tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem hefst 11. janúar í Svíþjóð og Póllandi. Þýska landsliðið mætir Katar, Serbíu og Alsír í leikjum sem fram fara í Katowice í Póllandi.


Íslenska landsliðið kemur saman til fyrstu æfinga hér á landi 2. janúar og heldur til Þýskalands að morgni þess sjötta. Frá Þýskalandi verður farið 10. janúar, rakleitt til Kristianstad þar sem íslenska landsliðið leikur í riðlakeppni HM gegn landsliðum Ungverjalands, Portúgal og Suður Kóreu


Guðmundur Þórður Guðmundsson tilkynnti í gær um val á 35 manna hóp fyrir HM. Eftir því sem handbolti.is hefur hlerað verða 19 eða 20 leikmenn úr hópnum valdir til æfinga. Þeir munu síðan taka þátt í heimsmeistaramótinu. Liðkað hefur verið til með skiptingar inn og út ú 16 manna hópum á stórmótum á undanförnum árum. Var byrjað að slaka á áður en Covid19 kom til sögunnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -