Næsta HM-stofan sem HR stendur fyrir fer fram í dag og hefst klukkan 12.30.
Kristján Halldórsson, kennari við íþróttafræðideild HR, Patrekur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, ræða málin, spá í spilin og fara yfir spálíkan Dr. Peter O‘Donoghue, prófessors við íþróttafræðideild HR.
Hlekkur á beina útsendingu hér fyrir neðan.
Líkt og í íslenska veðrinu hafa verið miklar sviptingar í nýja spálíkaninu og Peter mun uppfæra það seint í kvöld (fimmtudagskvöld) eftir úrslit dagsins.
Þá bætist í hópinn Chris (Christopher Ian Curtis), dósent við íþróttafræðideild sem hefur starfað bæði í fræðasamfélaginu í um áratug og innan íþróttaheimsins síðustu 15 ár og sérhæft sig þar í næringarfræði íþróttafólks. Hann mun fjalla um mikilvægi næringar fyrir íþróttafólk þegar leikið er svona þétt.


