Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) standa að ráðstefnunni, Konur og íþróttir, forysta og framtíð, sem hefst klukkan 9 árdegis í dag og stendur til klukkan 12. Uppselt er á ráðstefnuna en hér fyrir neðan er hlekkur á streymið.
Ráðstefnan er haldin í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á ráðstefnunni verða konur í fyrsta sæti enda fjallað um konur í stjórnum íþróttafélaga, konur í dómgæslu og konur í þjálfun ásamt mörgum öðrum þáttum sem snúa að þátttöku karla og kvenna í íþróttum.
Á meðal fyrirlesara á eru félagsfræðingurinn Viðar Halldórsson, sem ætlar að skoða hverjar helstu áskoranir kvenna eru í íþróttum, Klara Bjartmarz, sem var að hætta sem framkvæmdastjóri KSÍ, Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambandsins flytur erindi um tækifæri kvenna til áhrifa, Hulda Mýrdal á Heimavellinum flytur erindið Að breyta leiknum, handboltaþjálfarinn Díana Guðjónsdóttir fjallar um ýmsar skrítnar spurningar sem þjálfarar og konur fá.
Auður Inga Þorsteinsdóttir, sem er fyrsta konan til að setjast í stól framkvæmdastjóra UMFÍ, lýkur svo deginum með samantekt.