Handknattleiksdómararnir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæma viðureign Svíþjóðar og Þýskalands í EHF-bikarkeppni karla í handknattleik í Kristianstad á fimmtudaginn. Þetta er með stærri leikjum Svavars og Sigurðar á erlendum vettvangi en þeir hafa verið á ferð á flugi og talsvert dæmt utan lands síðustu mánuði.
Eftir því sem næst verður komist verður leikurinn í Kristianstad níunda verkefni Svavars Ólafs og Sigurður Hjartar í Evrópu á leiktíðinni. Þeir hafa dæmt í Evrópumótum félagsliða að Meistaradeildum karla og kvenna undanskildum. Einnig stóðu Svavar og Sigurður í ströngu á Evrópumótu 18 ára landsliða karla í Svartfjallalandi á síðasta sumri og kom m.a. annar undanúrslitaleikur mótsins í þeirra hlut.
Verðlaunalið EM og gestgjafar
EHF-bikarkeppni landsliða er mót sem haldið er samhliða undankeppni EM. Fjögur landslið taka þátt, verðlaunalið síðasta Evrópumóts, Svíþjóð, Spánn og Danmörk auk Þjóðverja sem verða gestgjafara EM karla í janúar á næsta ári.
Sigurður Hjörtur og Svavar Ólafur hitta landa sinn Alfreð Gíslason landsliðsþjálfara Þýskalands í Kristianstad á fimmtudaginn.