- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svíar eru enn með í keppninni

Leikmenn sænska landsliðsins fagna ákaft eftir sigurinn á Ungverjum í kvöld. Draumurinn um sæti í undanúrslitum er ennþá fyrir hendi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Svíar halda í vonina um sæti í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í handknattleik eftir að hafa unnið Ungverja, 30:25, í Ljubljana í kvöld. Svíar hafa þar með fjögur stig fyrir lokaumferðina á miðvikudagskvöld þegar þeir mæta Króötum. Sænska landsliðið var með þriggja marka forskot eftir fyrri hálfleik gegn Ungverjum, 18:15.


Fyrr í kvöld varð ljóst að Noregur fer í undanúrslit úr milliriðli eitt.


Danir, Slóvenar og Svíar eiga ennþá möguleika á að fylgja Noregi eftir. Til þess að sæti í undanúrslitum falli sænska landsliðinu í skaut verða Svíar að vinna Króata á miðvikudaginn, Norðmenn að vinna Dani og Slóvenar að leggja Ungverja. Þar með enda Danir, Slóvenar og Svíar jafnir að stigum, með sex stig hvert. Sænska landsliðið stendur þá best að vígi af liðunum þremur.


Takist Dönum að vinna stig gegn Noregi skiptir engu máli hvernig leikjum Slóvena og Svía lýkur. Tapi Danir og Slóvenar vinna og Svíar tapa stigi gegn Króatíu fer Slóvenía áfram vegna þess að þeir unnu Dani í snemma í mótinu. Ef Slóvenar tapar stigi gegn Ungverjum og Svíar vinna og Danir tapa þá fara Danir áfram með Norðmönnum vegna þess að Danir unnu Svía á dögunum. Möguleikarnir eru þar með nokkrir fyrir lokaumferðina á miðvikudaginn en þá fara sex leikir fram, þrír í hvorum milliriðli.


Mörk Ungverjalands: Katrin Klujber 6, Csenge Kuczora 5, Kinga Debreczeni 4, Greta Marton 3, Petra Vamos 2, Petra Tovizi 2, Anna Albek 2, Viktoria Lukacs 1, Dorina Korsos 1.
Varin skot: Melinda Szukora 12, 29%.
Mörk Svíþjóðar: Jamina Roberts 9, Linn Blohm 6, Nathalie Hagman 4, Emma Lindqvist 3, Kristin Þorleifsdóttir 2, Anna Lagerquist 2, Elin Hansson 1, Jenny Carlson 1, Linn Hansson 1, Nina Koppang 1.
Varin skot: Johanna Bundsen 11, 42% – Jessica Ryde 1, 10%.

Staðan í milliriðli 1:

Noregur4400117 – 938
Danmörk4301106 – 956
Svíþjóð4202111 – 994
Slóvenía420299 – 1034
Króatía410379 – 1022
Ungverjaland400492 – 1120

Í síðustu umferð í milliriðli 1 mætast:

Ungverjaland – Slóvenía, kl. 14.30.
Króatía – Svíþjóð, kl. 17.
Noregur – Danmörk, kl. 19.30.

EM kvenna22 – milliriðlakeppni leikjadagskrá, úrslit.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -