- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sýndum á EM að við eigum erindi í fremstu röð

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður SC DHfK Leipzig . Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Staðan á mér er fín. Ég hlakka til næsta verkefnis sem verður að leika við Þjóðverja um helgina og að fara síðan með landsliðinu á HM,“ sagði Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik og liðsmaður þýska 1. deildarliðsins Leipzig þegar handbolti.is hitti hann að máli eftir æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. Viggó er leiðinni á sitt fjórða stórmót með íslenska landsliðinu en vika er þangað til flautað verður til fyrsta leiks Íslands á HM, gegn Portúgal.


„Mér skilst að álaginu verði dreift á leikmenn í leikjunum í Þýskalandi. Þar með ættu flestir að vera búnir að hrista af sér sviðskrekkinn fyrir HM. Það er bara mjög gott,“ sagði Viggó sem skoraði 18 mörk í fimm leikjum á HM 2021 í Egyptalandi þegar íslenska landsliðið hafnaði í 20. sæti.

Ekki óraunhæfar væntingar

Væntingar til íslenska landsliðsins er talsvert miklar. Viggó telur ekki óraunhæft að gerðar sér kröfur eða talsverðar væntingar til liðsins. „Á EM fyrir ári síðan sýndum við fram á að við eigum erindi í röð þeirra fremstu. Síðan hafa leikmenn stigið skref fram á við með sínum félagsliðum auk þess sem margir eru að leika á efsta stigi með frábærum félagsliðum. Ég held að væntingarnar séu að flestu leyti ekki óraunhæfar ef við hittum á okkar bestu daga í Svíþjóð.

Riðlakeppnin skiptir miklu máli

„Við verðum hinsvegar að taka einn leik í einu. Upphafsskrefin verða tekin í riðlakeppninni. Þau munu skipta miklu máli fyrir framhaldið,“ sagði Viggó yfirvegaður að vanda.


„Ástandið á okkur er líka ágætt. Spurningamerkin eru ekki mörg eins og stundum áður. Vonandi komum við allir heilir út úr leikjunum við Þjóðverja um helgina,“ sagði Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik.

Leikjadagskrá HM – smellið hér.

D-riðill (Kristianstad)
12. janúar:
Ungverjaland – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Portúgal, kl. 19.30.
14. janúar:
Portúgal – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Ungverjaland, kl. 19.30.
16. janúar:
Suður Kórea – Ísland, kl. 17.
Portúgal – Ungverjaland, kl. 19.30.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -