Berta Rut Harðardóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoruðu eitt mark hvor þegar lið þeirra Kristianstad HK vann IF Hallby HK, 32:25, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Berta og Jóhanna gáfu eina stoðsendingu hvor.
Með sigrinum færðist...
Dana Björg Guðmundsdóttir og liðsfélagar í Volda eru áfram í efsta sæti næst efstu deildar norska handknattleiksins. Í gær vann Volda liðskonur Utleira, 29:24, á útivelli eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 12:11. Dana Björg skoraði fjögur...
Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króata fékk góð tíðindi í gær þegar í ljós kom að David Mandic meiddist ekkert alvarlega í sigurleiknum á Slóvenum í fyrradag. Mandic fór meiddur af leikvelli í síðari hálfleik og var óttast það versta. Eftir...
Spánverjinn Xavier Sabate lætur af störfum landsliðsliðsþjálfara Tékklands í handknattleik karla að loknum heimsmeistaramótinu. Frá þessu var greint í gær. Sabate ætlar að einbeita sér að þjálfun pólsku meistaranna Wisla Plock sem þrátt fyrir gott gengi í pólsku úrvalsdeildinni...
Díana Dögg Magnúsdóttir lék allan leikinn fyrir Blomberg-Lippe í kvöld í sigri á gamla liðinu, BSV Sachsen Zwickau, 31:20, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik.
Verulegan hluta leiksins lék Díana Dögg á miðjunni í sókninni. Hún skoraði...
Þýski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Wolff bíður eftir því að eiginkona hans fæði barn þeirra á allra næstu dögum. Vonir standa til þess að barnið komi í heiminn áður en þýska landsliðið hefur keppni á heimsmeistaramótinu í handknattleik á næstu dögum....
Tvær af öflugri handknattleikskonum Serbíu á síðustu árum, Dragana Cvijić og Andrea Lekić, hafa ákveðið að gefa kost á sér á nýjan leik í landsliðið. Þeim lyndaði ekki við Uroš Bregar fyrrverandi landsliðsþjálfara. Nú þegar Bregar er hættur hafa...
Einn þekktasti handknattleiksmaður Króata á síðari árum, Ivan Cupic, hefur verið ráðinn þjálfari hins forna stórliðs RK Metkovic sem hafði viðbótarheitið Jambo þegar liðið lék við Hauka í undaúrslitum EHF-keppninnar í ársbyrjun 2001. Nokkru síðar datt botninn úr öllu...
Dana Björg Guðmundsdóttir og samherjar í Volda tylltu sér á topp næst efstu deildar kvenna í handknattleik í Noregi með sjö marka sigri á Fjellhammer, 34:27, á útivelli í gær. Segja má að Volda hafi gert út um leikinn...
Sigurjón Guðmundsson og samherjar í norska liðinu Charlottenlund unnu Tiller, 28:27, á heimavelli í hnífjöfnum leik á heimavelli í gær í næst efstu deild norska handknattleiksins.
Sigurjón stóð í marki Charlottenlund allan leikinn og varði 13 skot, 33%. Tiller-ingar...