Drammen, lið þeirra Ísaks Steinssonar og Viktors Petersen Norberg, vann Kristiansand, 34:24, í upphafsleik 4. umferðar norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla í gær á heimavelli. Drammen hefur þar með fullt hús stiga eftir fjórar fyrstu viðureignirnar. Ísak var í...
Fiskisögurnar fjúga um félagaskipti þekktra leikmanna á næsta sumri. Ein sú nýjasta er að Svíinn Lukas Sandell kveðji ungverska meistaraliðið Veszprém og gangi til liðs við helsta keppinautinn Pick Szeged og verði þriðji Svíinn í herbúðum liðsins. Þjálfari Pick Szeged er...
Áfram fjölgar þeim sem nefnd eru til sögunnar sem eftirmaður Þóris Hergeirssonar í stóli landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik kvenna. Gro Hammerseng-Edin fyrrverandi landsliðskona er ein þeirra sem hefur komið inn í umræðuna síðustu daga.
Nafni Spánverjans, Ambros Martin, hefur einnig...
Mattias Andersson hefur verið ráðinn markvarðaþjálfari þýsku handknattleiksliðanna í karlaflokki. Í starfinu fylgir útvíkkun á fyrra starfi Svíans sem undanfarin ár hefur verið markvarðarþjálfari A-landsliðs karla. Í nýja starfinu bætast yngri landslið karla við starfssvið Svíans sem einnig verður...
Haukur Þrastarson skoraði ekki fyrir Dinamo Búkarest í gær þegar liðið vann öruggan sigur á CSM Focșani, 32:22, á útivelli í rúmensku 1. deildinni í handknattleik. Dinamo hafði talsverða yfirburði í leiknum og var með yfirhöndina frá 13. mínútu...
Ekkert varð af því að Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður og samherjar hans í Wisla Plock mættu MMTS Kwidzyn í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær eins og til stóð. Þakið á keppnishöll MMTS Kwidzyn hriplak vegna mikilla rigninga. Þess...
Ísak Steinsson og Viktor Petersen Norberg voru í sigurliði Drammen í kvöld þegar liðið vann Pallamano Conversano, 43:31, í fyrri viðureign liðanna í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í Pala San Giacomo nærri Bari á Ítalíu í dag....
Tumi Steinn Rúnarsson skoraði tvö mörk þegar Alpla Hard vann Linz, 29:23, á heimavelli í gær í 3. umferð austurrísku 1. deildarinnar í handknattleik. Þetta var fyrsti sigur Alpla Hard í deildinni. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard...
Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson skoruðu tvö mörk hvor þegar MT Melsungen vann nýliða VfL Potsdam, 31:23, í annarri umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik á heimavelli í gær. Melsungen hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki...
Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður í handknattleik var ekki í leikmannahópi Kadetten Schaffhausen þegar liðið tapaði fyrir HC Kriens-Luzern, 38:36, í svissnesku A-deildinni í handknattleik á heimavelli í gærkvöld. Þetta var fyrsta tap Kadetten í deildinni en með leiknum lauk...