Haukur Þrastarson skoraði þrisvar og gaf fjórar stoðsendingar í þriggja marka tapi Rhein-Neckar Löwen, 25:22, í heimsókn til Lemgo í gærkvöld í níundu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Rhein-Neckar Löwen er í sjöunda sæti deildarinnar með 10 stig...
Grétar Ari Guðjónsson markvörður og hans liðsfélagar í AEK Aþenu og liðsfélagar unnu Kilkis, 35:23, í gær í 5. umferð grísku 1. deildarinnar í handknattleik. Með sigrinum færðist AEK upp á hlið Olympiakos í efsta sæti deildarinnar. Hvort lið...
Tomislav Jagurinoski fyrrverandi leikmaður Þórs á Akureyri hefur verið leystur undan samningi hjá þýska 2. deildarliðinu Dessau-Roßlauer HV. Aðeins eru þrír mánuðir síðan Jagurinoski gekk til liðs við félagið. Hann fékk þungt högg á bakið í æfingaleik í ágúst...
Željko Babić fyrrverandi landsliðsþjálfari Króatíu í handknattleik hefur tekið við þjálfun Zamalek í Egyptalandi. Forsvarsmenn Zamalek ráku óvænt Frakkann Franck Maurice í miðri keppni á heimsmeistaramóti félagsliða í upphafi þessa mánaðar. Maurice hafði aðeins verið þrjá mánuði í starfi...
Viktor Lekve þjálfari KÍF frá Kollafirði stýrði sínum mönnum til sigurs gegn StÍF, 29:28, í fyrsta heimaleiknum á tímabilinu í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. KÍF hefur fjögur stig eftir fjóra leiki í 5. sæti deildarinnar.
Benedikt Emil Aðalsteinsson...
Jannik Kohlbacher línumaður Rhein-Neckar Löwen og þýska landsliðsins hefur skrifað undir nýjan samning við Rhein-Neckar Löwen. Nýi samningurinn gildir til ársins 2029. Kohlbacher, sem stendur á þrítugu, hefur verið hjá Rhein-Neckar Löwen frá árinu 2018.
Florian Kehrmann verður áfram þjálfari...
Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur hjá meisturum Sporting Lissabon í gær þegar liðið vann FC Gaia Empril, 45:28, á heimavelli í sjöundu umferð portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik. Orri Freyr skoraði sjö mörk í níu skotum. Eitt markanna skoraði...
Úlfar Páll Monsi Þórðarson skoraði tvö mörk í fimm skotum og gaf tvær stoðsendingar í sigurleik RK Alkaloid á Butal Skopje á heimavelli í dag, 32:25, í úrvalsdeildinni í Norður Makedóníu. RK Alkaloid er í efsta sæti deildarinnar með...
Eftir sigur í þremur fyrstu leikjum tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni töpuðu Elín Klara Þorkelsdóttir og liðsfélagar í IK Sävehof í dag í heimsókn til Höörs HK H 65, 31:22.
Elín Klara átti stórleik og skoraði 10 mörk, þar af fimm...
Heiðmar Felixson verður hugsanlega við stjórnvölin hjá þýska liðinu Hannover-Burgdorf í dag þegar það mætir Eisenach í þýsku 1. deildinni. Christian Prokop var með iðrakvef í gær og gat ekki stýrt æfingunni. Óvíst er hvort Prokop verði búinn að...