U19 ára landslið Íslands í handknattleik mætir í dag landsliði Suður Kóreu í fyrstu umferð milliriðlakeppni um sæti 17 til 32 á heimsmeistaramóts karla handknattleik í Króatíu. Leikurinn hefst klukkan 11.30. Handbolti.is fylgist með leiknum í textalýsingu auk þess...
Samkvæmt heimildum handbolta.is hefur Sveinn Andri Sveinsson æft með ÍR síðustu daga en hann hefur enn sem komið er ekki fengið samning utan lands. Sveinn Andri lék með Empor Rostock í þýsku 2. deildinni á síðasta keppnistímabili. Hann meiddist...
Handknattleiksdeild Víkings hefur samið við Jens Gunnarsson að stýra kvennaliði Berserkja í vetur ásamt 3. flokki kvenna hjá Víkingi. „Með Jens kemur 30 ára reynsla af þjálfun en hann hefur þjálfað hjá Gróttu, ÍR, UMFA og Haukum. Á þessum...
Andrea Jacobsen og hennar nýju samherjar í danska úrvalsdeildarliðinu Silkeborg-Voel unnu sænska liðið Skövde HF, 29:25, í æfingaleik í Viborg í gær. Næstu leikur Silkeborg-Voel verður á sama stað á morgun gegn norska úrvalsdeildarliðinu Follo. Ekki fylgir sögunni hvort...
Arnar Freyr Arnarsson lék ekki með MT Melsungen í æfingaleik við Großwallstadt um helgina vegna lítilsháttar meiðsla. Elvar Örn Jónsson hefur jafnað sig af ökklameiðslum sem hrjáðu hann undir lok keppnistímabilsins. Elvar Örn lék með Melsungen af fullum krafti...
Franska handknattleiksliðið Nantes, sem landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með, fagnar 70 ára afmæli á árinu. Stefnt er á að afmælisárið nái hámarki með hátíðarhöldum 10. og 11. nóvember. Félagið stendur vel að vígi, eftir því sem fram kemur...
Flest stærri handknattleikslið á meginlandi Evrópu hófu fyrir nokkru æfingar á nýjan leik eftir sumarleyfi. Mörg þeirra leika æfingaleiki um þessar mundir, annað hvort staka leiki eða eru með í smærri mótum. Franska meistaraliðið PSG lætur sér ekki nægja...
Viggó Kristjánsson er kominn á fulla ferð eftir meiðsli og aðgerð í vor. Hann skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá SC DHfK Leizpig í stórsigri á grannliði, EHV Aue, 37:19, í Sachsen Cup-mótinu í fyrradag. Sveinbjörn Pétursson er...
Lene Rantala, fyrrverandi landsliðskona Danmerkur, hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari Evrópu- og Noregsmeistara Vipers Kristiansand og mun þar með starfa við hlið Tomáš Hlavaty sem tók við þjálfun liðsins í sumar. Rantala, sem er 54 ára gömul, þekkir vel til...
Sandra Erlingsdóttir lék ekki með TuS Metzingen í fyrsta leik liðsins af þremur á æfingamóti í Ungverjalandi i gær. TuS Metzingen tapaði fyrir japanska landsliðinu, 32:30. Sandra á afmæli í dag og sendir handbolti.is henni hér með hamingjuóskir með...