Stúlkurnar í 17 ára landsliðinu náðu sér ekki á strik gegn landsliði Sviss í lokaumferð riðlakeppni Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar í Skopje í Norður Makedóníu. Svissneska liðið, sem vann Opna Evrópumótið í fyrra og þykir til alls víst á Evrópumótinu í næsta mánuði, lék afar vel og vann með 13 marka mun, 34:21, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 15:10.
Íslenska liðið varð í öðru sæti riðilsins og mætir Þýskalandi í undanúrslitaleik á föstudaginn klukkan 14. Sviss og Holland eigast við í hinni viðureign undanúrslita. Sigurliðin í undanúrslitaleikjunum eigast við í úrslitaleik á laugardaginn, tapliðin berjast um bronsverðlaunin sama dag.
Frí verður frá keppni á Ólympíuhátíðinni á morgun áður en röðin kemur að undanúrslitaleiknum á föstudaginn. Frídagurinn verður vafalaust kærkominn eftir þrjá leiki á jafn mörgum dögum.
Mörk Íslands: Agnes Lilja Styrmisdóttir 5, Alba Mist Gunnardóttir 3, Eva Lind Tyrfingsdóttir 3, Ebba Guðríður Ægisdóttir 2, Valgerður Elín Snorradóttir 2, Eva Steinsen Jónsdóttir 1, Guðrún Ólafía Marinósdóttir 1, Klara Káradóttir 1, Laufey Helga Óskarsdóttir 1, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 1, Vigdís Arna Hjartardóttir 1.
Varin skot: Danijela Sara Björnsdóttir 7.
Úrslit leikja dagsins og lokastaðan
A-riðill:
Holland – Þýskaland 25:29.
Ungverjaland – Frakkland 23:24.
Lokastaðan: Þýskaland 5 stig, Holland 4, Frakkland 3, Ungverjaland 0.
B-riðill:
Norður Makedónía – Noregur 23:30.
Sviss – Ísland 34:21.
Lokastaðan: Sviss 6 stig, Ísland 4, Noregur 2, Norður Makedónía 0.
Krossspil á föstudag:
Undanúrslit:
Ísland – Þýskaland kl. 14.
Sviss – Holland.
Sæti 5 til 8:
Noregur – Ungverjaland.
Frakkland – Norður Makedónía.