- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tap hjá Bjarka Má en sigur hjá Aðalsteini

Bjarki Már Elísson, leikmaður Lemgo og íslenska landsliðsins í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson og samherjar í Lemgo standa höllum fæti eftir tap á heimavelli fyrir pólska liðinu Wisla Plock í fyrri umferð 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik í dag.


Bjarki Már var markahæstur hjá Lemgo ásamt Lukas Zerbe með sjö mörk. Bjarki Már var með fína nýtingu, geigaði aðeins á einu skoti.


Lemgo var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:13. Sterkt pólskt lið tók hinsvegar leikinn fastari tökum í síðari hálfleik og fer með þriggja marka forskot í síðari leikinn á heimavelli eftir viku.

Aðalsteinn í betri málum

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen er í betri málum en Bjarki og félagar. Kadetten vann fyrri leik sinn við sænska meistaraliðið Sävehof, 32:26, í Schaffhausen í kvöld. Liðin leiða saman hesta sína á ný í Partille í Svíþjóð eftir viku.


Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG heimsækja liðsmenn Bidasoa síðar í kvöld og eins verða Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon í eldlínunni í Lissabon þegar Magdeburg mætir Sporting.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -