- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tap hjá Hauki en Bjarki Már og félagar unnu

Frakkinn Nedim Remili og leikmaður Veszprém ógnar vörn GOG. Remili skoraði sex mörk. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Haukur Þrastarson og liðsmenn pólska meistaraliðsins Industria Kielce sitja í fjórða sæti A-riðils Meistaradeildar Evrópu þegar tvær umferðir eru eftir. Þeir töpuðu fyrir PSG í París í kvöld með níu marka mun, 35:26. Franska liðið fór þar með upp í þriðja sætið, næst á eftir Aalborg Håndbold og THW Kiel sem endurheimti efsta sætið með öruggum sigri á botnliðinu Eurofarm Pelister, 29:23, á heimavelli.

Þrjú mörk

Haukur skoraði þrjú af mörkum Industria Kielce sem náði sér aldrei á strik í Stade Pierre de Coubertin-íþróttahöllinni í París. Til að bæta gráu ofan á svart þá eru báðir aðal línumenn Kielce meiddir.

Andreas Palicka markvörður PSG átti stórleik og varði 19 skot.

Kamil Syprzak og Kent Roin Tønnesen skoruðu sex mörk hvor fyrir PSG. Szymon Sicko skoraði sjö sinnum fyrir Kielce.
Nedim Remili og Yahia Omar skoruðu sex mörk hvor þegar ungverska meistaraliðið Telekom Veszprém lagði nýkrýnda bikarmeistara Danmerkur, GOG, 34:31, í Veszprém í kvöld.

Bjarki Már Elísson skoraði ekki mark að þessu sinni fyrir heimaliðið sem er í þriðja sæti B-riðils með 18 stig að loknum 12 leikjum.

Ellefti sigur Barcelona

Barcelona er efst í B-riðli og treysti stöðu sína á toppnum með sjö marka sigri á portúgölsku meisturunum Porto, 40:33, á heimavelli. Aleix Gómez skoraði sjö mörk fyrir Barcelona og Melvyn Richardson sex mörk. Pedro Valdés, Jakob Mikkelsen, Antonio Areia og Nikolaj Læsø skorðu fjögur mörk hver fyrir Porto.

Frakkinn Dika Mem í þann mund að skora eitt af fimm mörkum sínum fyrir Barcelona gegn Porto í kvöld. Mynd/EPA

Staðan í A-riðili:

THW Kiel12822349:33018
Aalborg12723362:31916
PSG12714368:35115
Kielce12534347:34413
Szeged12615341:34913
HC Zagreb12525323:31412
Kolstad12417336:3439
E. Pelister120012278:3540

Staðan í B-riðli:

Barcelona121101411:34322
Magdeburg121002380:32820
Veszprém12903424:37518
Montpellier12606343:32512
GOG12507363:38310
Wisla Plock12408315:3268
Porto12309349:4216
Celje120012340:4240

Tvær umferðir eru eftir af riðlakeppni Meistaradeildar.

Leikir í gærkvöld:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -