- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn getur valið úr boðum frá Þýskalandi og Danmörku

Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg. Mynd/Flensburg Handewitt
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson getur valið úr tilboðum frá félagsliðum efstu deild í Danmörk og Þýskalandi. Þetta kemur fram í Flensborg Avis í gær. M.a. liða sem Teitur Örn er orðaður við í blaðinu er Gummersbach sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar og Elliði Snær Viðarsson leikur með. Heimildir handbolta.is herma að þegar hafi verið undirritaður samningur við lið í Þýskalandi og aðeins sé beðið eftir tilkynningu.


Samningur Teits Arnar við Flensburg rennur út um mitt næsta ár. Fyrir nokkru var sagt frá að samningurinn verður ekki endurnýjaður. Stórskyttan frá Selfossi getur valið úr tilboðum samkvæmt frétt Flensborg Avis en hann hefur leikið með Flensburg frá haustinu 2021.

Teitur Örn segir í samtali við Flensborg Avis vonir standi til að tilkynnt verði um næsta skref hans á ferlinum fyrir lok ársins. Spurður hvort hann ætli að vera áfram í Þýskalandi sagði Teitur það koma til greina. Hann hafi einnig rætt við forráðamenn dansks úrvalsdeildarliðs.

Íslendingarnir tala saman

Spurður hvort hann hafi rætt við Guðjón Val svaraði Teitur á þann veg að Íslendingarnir í Þýskalandi tali reglulega saman.

Jafnt í vörn sem sókn

Vegna veikinda Hollendingsins Kay Smits hefur Teitur Örn fengið stærra hlutverki í síðustu leikjum Flensburg og leikið jafnt í vörn sem sókn og ekki staðið sig síður vel í vörninni en í sókninni m.a. í viðureign við Bergischer HC i 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar á miðvikudagskvöld.

Teitur Örn skoraði fimm mörk og átti fjórar stoðsendingar í átta marka sigri Flensburg, 37:28, sem mætir HSV Hamburg í átta liða úrslitum keppninnar í byrjun febrúar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -