- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn hrökk úr skaftinu – Arnór Snær kallaður til Aþenu

Arnór Snær Óskarsson t.v. ásamt Stiven Tobar Valencia á æfingu landsliðsins í Brno í Tékklandi fyrir ári. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik hefur verið tilneyddur til að gera fjórðu breytinguna á landsliðshópnum sem hann verður með til æfinga og keppni í Aþenu í Grikklandi næstu dagana.

Fyrir stundu var Arnór Snær Óskarsson leikmaður Gummersbach kallaður til móts við hópinn í stað Teits Arnar Einarssonar, leikmanns Flensburg, sem varð að draga sig í hlé vegna meiðsla.

Arnór Snær var í landsliðshópi sem valinn var í mars 2023 vegna leikja við Tékka í undankeppni Evrópumótsins en kom ekkert við sögu. Að þessu sinni hittir hann m.a. fyrir bróður sinn, Benedikt Gunnar, sem kallaður var inn í hópinn með hraði í gær ásamt Andra Má Rúnarssyni eftir að Gísli Þorgeir Kristjánsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson hrukku úr skaftinu.

Vika er liðin síðan Viktor Gísli Hallgrímsson varð að hætta við þátttöku með landsliðinu vegna meiðsla og Ágúst Elí Björgvinsson kom í hans stað.

Leikirnir við Grikki verða á föstudaginn og á laugardaginn. Von er á íslenska landsliðshópnum til Aþenu seint í kvöld.

Ef ekki verða fleiri breytingar gerðar verður landsliðshópurinn í Aþenu skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (48/2).
Björgvin Páll Gústavsson, Val (267/22).
Aðrir leikmenn:
Andri Már Rúnarsson, SC DHfK Leipzig (0/0).
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (94/98).
Arnór Snær Óskarsson, Vfl Gummersbach (0/0).
Benedikt Gunnar Óskarsson, Val (0/0).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (8/0).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (46/97).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (75/171).
Haukur Þrastarson, Industria Kielce (31/42).
Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (80/130).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (36/104).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (82/280).
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (10/9).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (72/207).
Stiven Tobar Valencia, Benfica (15/11).
Viggó Kristjánsson, Leipzig (53/149).
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (86/36).

Tengt efni:

Snorri Steinn valdi nýliða í stað tveggja sem heltust úr lestinni

Ágúst Elí leysir Viktor Gísla af gegn Grikkjum

Tveir leiki í Grikklandi í mars – Aron og Bjarki fá frí – Orri, Þorsteinn og Teitur koma inn í hópinn

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -