- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tek þessu en er ekkert hoppandi kátur

- Auglýsing -

„Ég tek þessu stigi en er ekkert hoppandi kátur því við vorum yfir þegar skammt var til leiksloka,“ segir Sigurður Bragason þjálfari ÍBV eftir jafntefli við ÍR, 22:22, í Olísdeild kvenna í handknattleik í Skógarseli í Breiðholti í gærkvöld. ÍBV náði þrisvar sinnum tveggja marka forskoti á lokamínútunum en tókst ekki að halda aftur af ÍR-ingum sem jöfnuðu metin síðast þegar 40 sekúndur voru til leiksloka. ÍBV átti lokasókn leiksins en tókst ekki að færa sér hana í nyt.

„Við byrjuðum leikinn hörmulega og vorum um tíma fimm mörkum undir í fyrri hálfleik þegar ég tók leikhlé,“ segir Sigurður sem var ekki ánægður með leik ÍBV framan af í Skógarseli þótt síðari hálfleikur hafi verið betri.

ÍBV hefur þar með þrjú stig eftir þrjár viðureignir í Olísdeildinni.

Sigurður sagði flest lið deildarinnar afar jöfn að getu að Val, Fram og Haukum undanskildum. „Ein mistök til eða frá í hverjum leik milli þessara liða geta kostað eitt eða tvö stig. Það er bara þannig,“ segir Sigurður sem er að byggja upp nýtt lið í Eyjum með mörgum ungum leikmönnum, allt niður í 16 ára aldur, auk þess að hafa reynsluleikmenn eins og Sunnu Jónsdóttur, Birnu Berg Haraldsdóttur, Mörta Wawrzynkowska, Britney Cots og Karolinu Olszowu. Sú síðarnefnda var utan liðs í gær vegna meiðsla.

„Nú er annað verkefni hjá okkur og það er að byggja upp nýtt lið og fleiri landsliðskonur,“ segir Sigurður sem stendur frammi fyrir öðru verkefni en fyrir tveimur árum t.d., síðan þá hafa 12 leikmenn ÍBV róið á önnur mið eða þurft að hætta.

Lengra viðtal er við Sigurð í myndskeiði efst í fréttinni.

ÍR-ingar kræktu í sitt fyrsta stig

Olísdeild kvenna – fréttir.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -