- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Það skiptust á skin og skúrir

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, í skotstöðu í leik með PAUC í Frakklandi. Mynd/PAUC
- Auglýsing -

„Þetta tímabil hefur verið það skrítnasta sem ég, og eflaust margir fleiri, hef upplifað. Miklar hæðir og lægðir hafa verið hjá mér persónulega,“ segir Kristján Örn Kristjánsson, Donni, handknattleiksmaður hjá franska efsta deildarliðinu PAUC (Pays d’Aix Université Club Handball) við handbolta.is.


Á miðvikudaginn lauk keppnistímbilinu hjá Donna og félögum með stórsigri á Créteil, 33:22, á heimavelli. PAUC hafnaði í fjórða sæti deildarinnar á eftir PSG, Montpellier og Nantes með 40 stig í 30 leikjum sem er besti árangur félagsins. Framundan er þátttaka í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili.

„Þegar maður horfir á liðið í heild eru margt mjög jákvætt. Við enduðum í fjórða sæti í deildinni sem er besti árangur liðsins. Þess utan þá náðum við í Evrópusæti,” sagði Donni.

Sigumark í leik við Chambéry í síðasta mánuði.

Skiptist í tvö horn

Persónulega þá skiptist tímabilið í tvo hluta hjá Donna. „Segja má að tímabilið hafi skiptst í tvo hluta hjá mér. Fyrir áramót var ég að spila minn besta handbolta og var á mikilli uppleið á mínum ferli. Þá komst ég með landsliðinu á HM í Egyptalandi til dæmis. Fljótlega eftir HM tognaði ég illa á ökkla, og í kjölfarið greindist ég með covid,“ sagði Donni sem fékk heldur betur að finna fyrir áhrifum veirunna. Hann varð nokkuð veikur og léttist talsvert þann tíma sem veikindi og einangrunin stóð yfir.

Eriðasti tíminn á ferlinum

Donni varð fjórði markahæsti leikmaður PAUC með 69 mörk eða 2,76 mörk að jafnað í leik en hann lék 25 af 30 leikjum liðsins í frönsku 1. deildinni.
„Eftir HM náði ég að sýna inn á milli hvað í mér býr en heilt yfir voru þetta erfiðustu fjórir til fimm mánuðir á ferlinum,“ segir Donni sem kemur heim í kærkomið þriggja vikna frí eftir helgina.

Saknar stemningarinnar í Eyjum

„Burtséð frá covid þá kom það mér nokkuð á óvart hversu mikill business handboltinn er í Frakklandi. Stemningin í kringum handboltann í Eyjum er það sem ég sakna hvað mesta hér ytra,“ sagði Donni sem lék í tvö ár með ÍBV áður en hann flutti til Frakklands á síðasta sumri ásamt kærustu sinni. Donni varð m.a. bikarmeistari með ÍBV í byrjun mars í fyrra.

Viggó Kristjánsson og Kristján Örn Kristjánsson, Donni, t.h. eftir að sá síðarnefndi lék sinn fyrsta landsleik á HM í Egyptalandi í janúar. Mynd/Ívar

Í nægu að snúast

Donni segist hafa lært mikið af þessu sérstaka keppnistímabili í Frakkland og þeim breytingum sem hann hefur gengið í gegnum ytra. Hann er síður en svo af baki dottinn. Mótlætið hefur hert piltinn fremur en hitt.


„Ég ætla svo sannarlega að halda áfram að bæta mig og vinna upp þyngdartapið eftir covid fyrir næsta tímabil, enda verða miklu fleiri leikir á næsta tímabili þegar Evrópukeppnin bætist til dæmis við. Ég hef mikla möguleika og mörg tækifæri til að ná lengra í sportinu,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður og handknattleiksmaður hjá PAUC (Pays d’Aix Université Club Handball) í Frakklandi við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -