- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Það var svolítill æfingaleikjabragur yfir þessu

Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

„Vörn og markvarsla var mjög góð í fyrri hálfleik og hraðaupphlaupin þegar við náðum þeim. Mér fannst við aðeins detta niður í síðari hálfleik. Annars var svolítill æfingaleikjabragur yfir leiknum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals í samtali við handbolta.is í kvöld eftir 17 marka sigur liðsins, 38:21, á Selfossi í 14. umferð Olísdeildar karla en leikið var í N1-höll Valsara.

Góð breidd í hópnum

„Mér fannst breiddin skila sér hjá okkur í þessum leik. Stefán markvörður kom flottur inn fyrir Björgvin Pál undir lokin. Það var fínt að vinna leikinn örugglega,“ sagði Óskar Bjarni sem þrátt fyrir stóran sigur og mikinn mun á liðunum lauk lofsorði á Selfossliðið sem hann sagði geta vera skeinuhætt enda með fleiri öfluga leikmenn nú en þegar gert var hlé á deildarkeppninni upp úr miðjum desember. „Ég er sannfærður um að Selfossliðið vinni sér inn stig á næstu vikum.“

Gott að byrja

Óskar sagði að alltaf væri ákveðinn léttir yfir að ljúka fyrsta leik eftir langt hlé og enn betra þegar sigurinn fellur í skaut. „Maður rennir alltaf örlítið blint í sjóinn þegar byrjað að nýju eftir langt hlé. Það er gaman að vera byrjaður þótt vissulega hefði mátt vera aðeins betri bragur á leiknum. Það tekur sinn tíma að komast af stað,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals eftir sigur á Selfossi, 38:21.

Valur situr í öðru sæti Olísdeildarinnar með 22 stig, þremur stigum á eftir FH. Selfoss rekur lestina ásamt Víkingi með sex stig.

Staðan í Olísdeildum og næstu leikir.

Mörk Vals: Andri Finnsson 7/1, Benedikt Gunnar Óskarsson 7, Ísak Gústafsson 5, Tjörvi Týr Gíslason 4, Magnús Óli Magnússon 4, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 4, Allan Norðberg 2, Alexander Peterson 2, Aron Dagur Pálsson 1, Róbert Aron Hostert 1, Agnar Smári Jónsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 16/1, 43,2% – Stefán Pétursson 4, 100%.
Mörk Selfoss: Sveinn Andri Sveinsson 4, Richard Sæþór Sigurðsson 4/2, Ásgeir Snær Vignisson 3, Alvaro Mallols Fernandez 3, Ragnar Jóhannsson 2, Sölvi Svavarsson 1, Hans Jörgen Ólafsson 1, Gunnar Kári Bragason 1, Einar Sverrisson 1/1, Tryggvi Sigurberg Traustason 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 8/1, 24,2% – Alexander Hrafnkelsson 2, 13,3%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -