- Auglýsing -
„Þær þekkja þetta frá síðustu árum auk þess að leggja hart að sér við æfingar í sumar svo þær þekkja þetta allt saman. Það var titill í boði í dag og við vildum sækja hann,“ sagði Anton Rúnarsson nýr þjálfari Íslandsmeistara Vals eftir að hann hafði fagnað fyrstu sigurlaunum sínum með liðinu í gær er Valur lagði Haukar, 22:15, í meistarakeppni HSÍ.
Anton sagði eðlilegt að hnökrar hafi verið á leik beggja liða enda keppnistímabilið rétt að hefjast. „Mér fannst við engu að síður leik mjög góða vörn allan leikinn. Markvarslan var góð og við blokkuðum mörg skot í vörninni,“ sagði Anton ennfremur.
Lengra viðtal við Anton er í myndskeiði.
- Auglýsing -