ÍBV hefur lokið þátttöku sinni í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna á þessari leiktíð. ÍBV tapaði öðru sinni fyrir Madeira Anderbol SAD á tveimur dögum í kvöld, 36:23. Leikið var á portúgölsku eyjunni.
Eftir 14 marka tap í gær, 33:19, var ljóst að róðurinn yrði þungur í dag. Sú varð og raunin enda ÍBV-liðið án þriggja afar sterkra leikmanna sem eru fjarverandi vegna meiðsla.
Madeira Anderbol SAD hafði níu marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 20:11.
Sigurður Bragason þjálfari ÍBV segir í færslu á Facebook að kvennalið ÍBV hafi leikið leiki í Evrópukeppni félagsliða undanfarin þrjú tímabil.
Mörk ÍBV: Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 4, Karolina Olszowa 3, Erika Ýr Ómarsdóttir 3, Birna María Unnarsdóttir 2, Margrét Björg Castillo 2, Dagbjörk Ýr Ólafsdóttir Hansen 1, Elías Elíasdóttir 1, Agnes Lilja Styrmisdóttir 1, Ásdís Guðmundsdóttir 1, Amelía Dís Einarsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzynkowska 8, 20%.