„Mér fannst við spila eins og við vorum búnir að hugsa þetta,“ sagði Elvar Örn Jónsson leikmaður íslenska landsliðsins eftir öruggan 13 marka sigur á Ítalíu í fyrstu umferð F-riðils EM 2026 í Kristianstad Arena í kvöld.
„Þetta byrjaði aðeins jafnt en við vissum að þetta krefðist þolinmæði að vinna svona lið sem fer í endalausar árásir. Mér fannst við vera þolinmóðir í dag og þetta kom um miðjan fyrri hálfleik.
Ísland tók Ítalíu í kennslustund
Þá byrjaði þetta að mjatla hjá okkur. Þeir eru góðir maður á mann. Þetta tekur tíma og mér fannst við gera það vel í dag,“ sagði Elvar Örn við handbolta.is.
Þeir hætta aldrei
Ísland byrjaði því Evrópumótið með glæsibrag.
„Ég er sáttur með leikinn. Það er stutt í næsta leik, bara eftir tvo daga. Núna erum við strax byrjaðir að hugsa um Pólverjana,“ sagði hann.
Ítalía er með nokkuð óhefðbundið handboltalið og var varað við því að liðið væri sýnd veiði en ekki gefin.
„Þeir eru óvenjulegir og óþægilegir. Þeir hætta aldrei. Á 58. mínútu eru þeir á fullu. Við gátum aldrei slakað á, þá fengum við bara hraðaupphlaup í bakið. Við kláruðum þetta með stæl. Planið gekk upp. Nú eru það bara Pólverjar,“



