„Þetta var hörkuleikur og ég var ánægður með mína menn. Þeir gerðu það sem ég bað þá um. Við fengum mikið hjarta í leikinn annan leikinn í röð. Síðan endaði leikurinn eins og hann fór en engu að síður er ég ánægður með mína menn,“ sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu í samtali við handbolta.is eftir Grótta tapaði fyrir Val, 29:26, á Hlíðarenda í kvöld og féll úr Poweradebikarnum.
„Ég er svo sem ekki ánægður með mistökin en það sem skiptir mestu máli er að leikmenn gerðu það sem ég bað þá um að gera,“ sagði Róbert ennfremur.
„Valur er með frábært lið. Annan leikinn í röð erum við hundsvekktir með að hafa ekki unnið þá. Það sýnir hvert við erum komnir þótt stigasöfnun í deildinni hafi ekki verið mjög mikil að undanförnu. Við verðum bara að halda áfram,“ sagði Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu í samtali við handbolta.is í kvöld.
Hægt er hlusta á viðtalið við Róbert í myndskeiði ofar í þessari grein.
Sjá einnig:
Bikarmeistararnir skriðu áfram í átta liða úrslit
Erum ekki ennþá komnir í jólafrí