„Ég held bara að Valsmenn hafi verið skrefi á undan okkur allan leikinn,“ sagði Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir fimm marka tap fyrir Val í upphafsleik Olísdeildar karla í handknattleik á heimavelli í kvöld, 32:27. Stjarnan var mest 10 mörkum undir um miðjan síðari hálfleik.
„Við náðum aðeins að koma aðeins til baka og rétta okkur hlut. En við voru að elta allan leikinn,“ sagði Hrannar.
Lengra viðtal við Hrannar er í myndskeiði hér fyrir neðan.
Fjórir leikmenn Stjörnunnar voru fjarverandi vegna meiðsla auk þess sem Jón Ásgeir Eyjólfsson fékk beint rautt spjald eftir um 10 mínútna leik.
Stjarnan tekur á móti CS Minaur Baia Mare á laugardaginn í síðari viðureign liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 13. Fyrri viðureigninni lauk með jafntefli, 26:26, í Rúmeníu á síðasta laugardag.
Meistaraefnin fóru vel af stað
Olísdeild karla – næstu leikir.