- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þetta var vont tap hjá okkur

Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, ræðir við sína menn. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Mér fannst við byrja leikinn af krafti og hafa ágætis stjórn á leiknum framan af. Við vorum búnir að setja þetta þannig upp að þetta væri leikurinn sem gæti slitið okkur upp úr neðrihlutanum,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson þjálfari karlaliðs KA í samtali við handbolta.is í dag, sólarhring eftir að KA tapaði fyrir Selfossi, 30:28, í síðasta leik 12. umferðar Olísdeildarinnar á heimavelli.

Ágæt byrjun

„Eftir ágæta byrjun hjá okkur þá fannst mér Selfyssingar sterkari í lok fyrri hálfleiks og við förum því þremur mörkum undir í hálfleikinn, 15:13. Við komum mjög flottir útí seinni hálfleikinn og náðum fljótt að koma okkur inní leikinn aftur og jöfnum, 16:16, en þá missum við þá aftur þremur til fjórum mörkum fram úr okkur.

Eftir þetta vorum við að elta til leiksloka. Áttum gott áhlaup undir lok leiksins þar sem við hefðum getað jafnað metin þegar ein og hálf mínúta var eftir en allt kom fyrir ekki og Selfoss vann verðskuldaðan sigur,“ sagði Halldór Stefán sem var skiljanlega vonsvikinn að tapa á heimavelli en sagði úrslitin því miður ekki hafa verið ósanngjörn.

Drógu niður hraðann

„Selfyssingarnir spiluðu agaðan leik gegn okkur og náðu að draga niður tempóið í leiknum. Vilius var frábær í markinu hjá þeim og reyndist okkur erfiður á mörgum köflum í leiknum, á meðan Sveinn [Andri Sveinsson] og Einar [Sverrisson] drógu vagninn fyrir þá sóknarlega.

Vantaði upp á varnarleikinn

Við náðum aldrei köflum með góðum varnarleik. Markvarslan hélst í hendur við það. Mér finnst við búa til nóg fram á við til að vinna leikinn en varnarlega vorum við ekki nógu góðir. Við töpum alltof oft einn á einn stöðum fyrir þeim og tókum rangar ákvarðanir eftir að hafa staðið lengi í vörninni,“ sagði Halldór Stefán og bætti við.

„Þetta var vont tap hjá okkur, eins og ég sagði áðan, þar sem sigur í gær hefði getað komið okkur í baráttu við Hauka og Fram. Við þurfum bara að taka það á okkur og halda áfram. Við sjáum það að frammistaðan okkar sveiflast mikið, erum mjög góðir þegar við erum góðir en svo arfaslakir þegar við eigum ekki okkar dag. Þörf er á meiri stöðugleika í okkar frammistöðu, sérstaklega varnarlega,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson þjálfari karlaliðs KA við handbolta.is í dag.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Erum að taka skref fram á við

Selfoss sótti tvö nauðsynleg stig norður – myndir

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -