- Auglýsing -

„Þetta verður ævintýri fyrir stelpurnar“

- Auglýsing -


„Það var frábært að fá þetta tækifæri. Við vorum fyrsta varaþjóð inn á Ólympíuhátið æskunnar. Þegar okkur stóð síðan til boða að vera með þá var ég ekki lengi að hugsa mig um og slá til. Þetta verður ævintýri fyrir stelpurnar,“ segir Díana Guðjónsdóttir annað þjálfari 17 ára landsliðs kvenna í handknattleik sem tekur þátt í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í næstu viku. Ferðin til Skopje er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

24 daga ferð

Strax að Ólympíuhátíðinni lokinni fer íslenski hópurinn með rútu yfir til Svartfjallalands þar sem Evrópumót 17 ára landsliða kvenna hefst 30. júlí. Alls er um 24 daga ferð að ræða hjá 17 ára landsliðinu.

Hilmar Guðlaugsson þjálfari og Einar Bragason markmannsþjálfari bætast í hópinn áður en keppni hefst á EM um mánaðamótin.

Komar til Skopje – fyrsti leikur á mánudaginn

Undirbúningur hófst í mars

Díana segir að allt síðan í mars að ljóst var að hópurinn tæki þátt í tveimur mótum og yrði úti í nærri mánuð þá hafi hafist vinna við undirbúning, jafnt til til þess að safna peningum til þess að standa straum af kostnaði og að búa leikmenn andlega undir langa samveru.

Margir foreldrar

„Við erum heppin með að mjög margir foreldrar stúlknanna koma til Svartfjallalands og verða í nálægð við hópinn. Það mun hjálpa okkur, ekki síst í síðari vikunni,“ segir Díana.

Undirbúningur fyrir EM

„Þetta verður bara reynsla fyrir stelpurnar og ótrúlega skemmtilegt. Ég lít á fyrstu vikuna í Skopje sem undirbúning fyrir EM og dreifa álaginu eins og kostur verður á milli leikmanna. Fyrst og fremst lítum við á EM í Svartfjallalandi sem tekur við eftir Ólympíudagana sem aðalmótið. Vikan í Skopje fer í að taka hrollinn úr leikmönnum og stilla saman strengina,“ segir Díana Guðjónsdóttir þjálfari 17 ára landsliðs kvenna.

Lengra viðtal við Díönu er í spilaranum hér fyrir ofan.

Einar Bragason markmannsþjálfari, Díana Guðjónsdóttir og Hilmar Guðlaugsson þjálfarar 17 ára landsliðs kvenna. Einar og Hilmar koma til móts við 17 ára landsliðið fyrir Evrópumótið í Potgorica í Svartfjallalandi sem hefst 30. júlí. Ljósmynd/Ívar
Dagskrá 17 ára landsliðs kvenna Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje:
Mánudagur 21. júlí: N-Makedónía - Ísland, kl. 14.
Þriðjudagur 22. júlí: Noregur - Ísland, kl. 16.15.
Miðvikudagur 23. júlí: Ísland - Sviss, kl. 16.15.
Föstudagur 24. júlí: Krossspil á milli riðla.
Laugardagur 25. júlí: Leikið um sæti eitt til átta.
- Í hinum riðlinum eiga sæti landslið Frakklands, Hollands, Ungverjalands og Þýskalands.
- Landslið Sviss vann Opna Evrópumót 16 ára landsliða í fyrra.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -