- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þjálfari Harðar er sagður í viðræðum við ÍBV

Carlos Santos fyrrverandi þjálfari Harðar er orðaður við starf hjá Selfossi. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Arnar Daði Arnarson handknattleiksþjálfari og umsjónarmaður hlaðvarpsþáttarins Handkastið segist á Twitter hafa áreiðanlegar heimildir fyrir að Carlos Martin Santos þjálfari karlaliðs Harðar á Ísafirði eigi í viðræðum við ÍBV um að verða aðstoðarþjálfari liðs Íslandsmeistaranna.


Arnar Daði segir jafnframt að Santos sé samningsbundinn handknattleiksdeild Harðar. Þar af leiðandi komi viðræður hans og ÍBV mönnum vestra mjög á óvart.

„Það er allt brjálað,“ sagði viðmælandi handbolti.is í morgunsárið.

Athyglisvert er að Vigdís Pála Halldórsdóttir formaður handknattleiksdeildar Harðar skrifar undir færslu Arnars Daða og vísar fregninni síður en svo á bug.

Santos hefur þjálfað hjá Herði síðustu fjögur ár.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -