Þór Akureyri á tvo markahæstu leikmenn Grill 66-deildar karla í handknattleik um þessar mundir. Arnór Þorri Þorsteinsson og línumaðurinn Kostadin Petrov hafa skorað 73 mörk hvor og hafa skorað 11 mörkum meira en Ágúst Ingi Óskarsson, leikmaður Hauka U, sem er þriðji á lista með 62 mörk.
Arnór Þorri hefur leikið 11 leiki en Petrov 10. Ágúst Ingi á átta leiki að baki í deildinni.
Sumir leikmenn U-liðanna hafa einnig ekki tekið þátt í öllum leikjum með liðunum þar sem þeir hafa e.t.v. ekki verið gjaldgengir eða verið með í leikjum hjá liðum sínu í Olísdeildinni.
Hvað sem því líður þá er hér fyrir neðan listi yfir þá leikmenn Grill 66-deildar sem skorað hafa a.m.k. 30 mörk í leikjum deildarinnar á leiktíðinni.
Arnór Þorri Þorsteinsson | Þór | 73 |
Kostadin Petrov | Þór | 73 |
Ágúst Ingi Óskarsson | Haukum U | 62 |
Ísak Logi Einarsson | Val U | 59 |
Breki Hrafn Valdimarsson | Val U | 54 |
Hjörtur Ingi Halldórsson | HK | 53 |
Hans Jörgen Ólafsson | Selfossi U | 52 |
Reynir Þór Stefánsson | Fram U | 52 |
Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha | HK | 51 |
Josip Vekic | Þór | 51 |
Símon Michael Guðjónsson | HK | 51 |
Sæþór Atlason | Selfossi U | 41 |
Viktor Berg Grétarsson | Fjölni | 40 |
Áki Hlynur Andrason | Val U | 39 |
Gunnar Valdimar Johnsen | Víkingi | 39 |
Kristján Gunnþórsson | KA U | 39 |
Tómas Helgi Wehmeier | Kórdrengjum | 39 |
Jóhann Reynir Gunnlaugsson | Víkingi | 37 |
Ísak Óli Eggertsson | KA U | 36 |
Björgvin Páll Rúnarsson | Fjölni | 34 |
Sigurður Snær Sigurjónsson | Selfossi U | 34 |
Össur Haraldsson | Haukum U | 34 |
Eiður Rafn Valsson | Fram U | 33 |
Haraldur Bolli Heimisson | KA U | 33 |
Arnór Ísak Haddsson | KA U | 32 |
Halldór Ingi Óskarsson | Víkingi | 31 |
Benedikt Marinó Herdísarson | Fjölni | 30 |
Birkir Snær Steinsson | Haukum U | 30 |
Óðinn Freyr Heiðmarsson | Fjölni | 30 |
Staðan í Grill 66-deild karla og næstu leikir.
Markahæstir í Olísdeild karla.
Markahæstar í Olísdeild kvenna.