Þórey Rósa Stefánsdóttir, hægri hornamaður, og Sandra Erlingsdóttir, leikstjórandi landsliðsins, nálgast markamet Karenar Knúdsdóttur, leikstjórnanda á HM í Brasilíu 2011, sem skoraði 28 mörk í sex leikjum.
Þórey Rósa skoraði 4 mörk gegn Grænlendingum, 37:14, og Sandra skoraði eitt mark, en þær voru á ferðinni aðeins í fyrri hálfleik, þar sem yngri leikmenn fengu að spreyta sig í seinni hálfleik.
Þórey Rósa hefur nú skorað 23 HM-mörk og Sandra 19. Þær eiga eftir að leika þrjá leiki á HM í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Eiga eftir að bæta mörkum í HM-safn sitt.
Sandra á örugglega eftir að skora meira en 10 mörk í HM-leikjunum sem eru framundan og slá þar með met Karenar.
Þær konur sem hafa skoraði flest HM-mörk, leikir og mörk, eru þessar:
| Nöfn: | Leikir: | Mörk: |
| Karen Knútsdóttir | 6 | 28 |
| *Þórey Rósa Stefánsdóttir | 10 | 23 |
| Stella Sigurðardóttir | 6 | 22 |
| *Sandra Erlingsdóttir | 4 | 19 |
| Dagný Skúladóttir | 6 | 17 |
| *Thea Imani Sturludóttir | 4 | 16 |
| Hrafnhildur Ósk Skúladóttir | 6 | 14 |
| Anna Úrsúla Guðmundsdóttir | 6 | 12 |
| *Þórey Anna Ásgeirsdóttir | 4 | 12 |
| *Perla Ruth Albertsdóttir | 4 | 12 |
| Rut Arnfjörð Jónsdóttir | 6 | 11 |
* Sandra, Þórey Rósa, Thea Imani, Þórey Anna og Perla eiga eftir að leika þrjá HM-leiki.
Tengt efni:
HM kvenna ´23: Forsetabikar: leikir, úrslit, staðan
Þórey Anna setti nýtt markamet á HM




