- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórir hreppti einnig hnossið í Noregi

Þórir Hergeirsson er þjálfari ársins í tveimur löndum. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Þórir Hergeirsson var kjörinn þjálfari ársins 2024 í Noregi í gærkvöld. Tók hann við viðurkenningu sinni á uppskeruhátíð norska íþróttasambandsins, Idrettsgallaen, sem haldin var í Þrándheimi á sama tíma og tilkynnt var um kjör hans sem þjálfara ársins á Íslandi í hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í Silfurbergi í Hörpu.


Þórir var valinn úr hópi sex þjálfara í Noregi sem kom til greina að þessu sinni. Hann hefur einu sinni áður verið valinn þjálfari ársins í Noregi, árið 2022.

Auk þess var norska kvennalandsliðið í handknattleik valið lið ársins í Noregi. Þórir tók við viðurkenningu fyrir hönd liðsins ásamt Noru Mørk og Stine Oftedal Dahmke, tveimur helstu kempum gullliðsins frá Ólympíuleikunum. Hvorug þeirra var í landsliðinu sem vann EM í síðasta mánuði þegar Þórir stýrði norska landsliðinu til sigurs í síðasta sinn á stórmóti. Oftedal hætti í handknattleik eftir Ólympíuleikana en Mørk er kona eigi einsömul um þessar mundir.


Håndballjentene hyllet under Idrettsgallaen!

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -