- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þórir tekur við búi af Halldóri Jóhanni

Þórir Ólafsson er hættur þjálfun karlaliðs Selfoss. Mynd/UMFSelfoss
- Auglýsing -

Þórir Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og atvinnumaður í Þýskalandi og í Póllandi um árabil, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Selfoss í handknattleik. Hann tekur við af Halldóri Jóhanni Sigfússyni. Halldór Jóhann hefur verið ráðinn þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Tvis Holstebro frá og með deginum í dag eins og félagið sagði frá við aftureldingu. Halldór hefur þjálfað Selfoss síðustu tvö ár.


Þórir þreytir hér frumraun sína við þjálfun meistaraflokksliðs í karlaflokki. Hann tekur við starfinu hjá sínu uppeldisfélagi. Undanfarin ár hefur Þórir verið viðloðandi meistaraflokkslið Selfoss og einnig U-lið karla og yngri flokka.


Þórir, sem fæddist 1979, er Selfyssingur í húð og hár og hlaut sitt handboltalega uppeldi á Selfossi. Síðan lék hann með Haukum, TuS Nettelstedt-Lübbecke í Þýskalandi og stórliði Vive Targi Kielce í Póllandi áður en hann rifaði seglin og flutti heim til Íslands aftur árið 2014. Að lokinni millilendingu hjá Stjörnunni kom Þórir inn í starfið á Selfossi sumarið 2015.


Þórir á að baki 112 landsleiki fyrir Íslands hönd og tók þátt í fimm stórmótum, EM 2006, 2012 og 2014 og HM 2011 og 2013. Einnig vann Þórir til bronsverðlauna með Vive Targi Kielceí í Meistaradeild Evrópu vorið 2013 auk þess að verða pólskur meistari öll þrjú tímabilin með Vive Targi Kielce.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -