- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þorsteinn Leó hafði betur gegn Stiven Tobar

Þorsteinn Leó Gunnarsson leikmaður Porto. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Þorsteinn Leó Gunnarsson og liðsfélagar í Porto höfðu betur gegn Benfica, með Stiven Tobar Valencia innanborðs, í næst síðustu umferð fjögurra liða úrslita portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik í Porto í dag, 37:34.

Þar með eru leikmenn Porto albúnir að takast á við meistara Sporting í lokaumferð fjögurra liða úrslita. Sporting leikur við Maritimo frá Madeira síðar í dag í síðari leik næst síðustu umferðar. Sporting stendur betur að vígi en Porto.


Þorsteinn Leó skoraði fimm mörk fyrir Porto á heimavelli í dag. Pedro Valdes var markahæstur Porto-liðsins með átta mörk.

Stiven Tobar skoraði fjögur mörk fyrir Benfica en liðið er í þriðja sæti fjögurra liða í toppbaráttunni. Belone Moreira var atkvæðamestur leikmanna Benfica ásamt Miguel Naranjo með sex mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -