Landsliðskonan Katrín Tinna Jensdóttir hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið Skara HF. Samningur hennar er til tveggja ára með endurskoðunarákvæði eftir fyrsta árið. Karen Tinna hefur síðustu tvö ár leikið með Volda í Noregi en liðið lék í úrvalsdeildinni í vetur í fyrsta sinn í sögu sinni.
Katrín Tinna, sem verður 21 árs í sumar, verður þriðja íslenska handknattleikskonan í herbúðum Skara HF á næstu leiktíð. Fyrir eru Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir.
Skara HF hafnaði í sjöunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar sem lauk fyrir skömmu. Í framhaldinu tapaði liðið fyrir Höör í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar, 3:1 í leikjum talið.
Katrín Tinna hefur átt sæti í íslenska landsliðinu síðustu leikjum og er landsleikirnir orðnir 11.
Áður en Katrín Tinna fór til Noregs fyrir tveimur árum lék hún með Stjörnunni.