- Auglýsing -

Þriðji sigurinn – Ungverjar í undanúrslitum á föstudag

- Auglýsing -


Sautján ára landslið karla í handknattleik vann Norður Makedóníu í þriðju og síðustu umferð riðlakeppninnar á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í dag, 36:27. Með sigrinum gulltryggðu íslensku piltarnir sér efsta sæti A-riðils með fullu húsi stiga. Þeir mætast ungverska landsliðinu í undanúrslitum á föstudaginn klukkan 14. Þýskaland og Króatía mætast í hinni viðureign undanúrslita.


Íslensku piltarnir voru seinir í gang í viðureigninni við Norður Makedóníu í dag enda voru þeir þegar búnir að tryggja sér efsta sæti riðilsins áður en flautað var til leiks. Þegar á leið fyrri hálfleik komst íslenska liðið yfir og hafði þriggja marka forskot í hálfleik, 16:13.

Í síðari hálfleik var sigurinn aldrei í hættu. Allir leikmenn liðsins fengu gott tækifæri til þess að spreyta sig í leiknum.

Á morgun gefst kærkomið tækifæri til þess að kasta aðeins mæðinni og safna kröftum fyrir viðureignina við Ungverja á föstudaginn þar sem sæti í úrslitaleiknum á laugardaginn verður í boði.

Mörk Íslands: Alex Unnar Hallgrímsson 6, Kári Steinn Guðmundsson 5, Logi Finnsson 5, Ragnar Hilmarsson 4, Ómar Darri Sigurgeirsson 4, Örn Kolur Kjartansson 3, Kristófer Tómas Gíslason 2, Freyr Aronsson 2, Gunnar Róbertsson 2, Anton Frans Sigurðsson 2, Bjarki Snorrason 1.
Varin skot: Sigurmundur Gísli Unnarsson 19, þar af 3 vítaköst.

Úrslit leikja dagsins og lokastaðan

A-riðill:
Króatía – Spánn 21:21.
Ísland – Norður Makedónía 35:25.
Lokastaðan: Ísland 6 stig, Króatía 3, Spánn 3, Norður Makedónía 0.

B-riðill:
Noregur – Þýskaland 20:31.
Portúgal – Ungverjaland 28:35.
Lokastaðan: Þýskaland 6 stig, Ungverjaland 4, Portúgal 2, Noregur 0.

Krossspil á föstudag:
Undanúrslit:
Ísland – Ungverjaland kl. 14.
Þýskaland – Króatía, kl. 16.15.

Sæti 5 til 8:
Noregur – Spánn.
Portúgal – Norður Makedónía.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -